Völuspá – A Nordic Theatre and Food Expedition

Titill verks:
Völuspá – A Nordic Theatre and Food Expedition

Tegund verks:
Sviðsverk

Sviðssetning:
Norræna húsið er framleiðandi sýningarinnar,  í samvinnu við Leikhúsið Republique i Kaupmannahöfn.
Hugmyndsmíðir og sjónrænir stjórnendur eru Dorte Holbek, Mette Sia Martinussen, Alette Scavenius, Martin Tulinius

Sýningarstaður og frumsýningardagur:
Norræna húsið 22.10.-04.11.2010

Um verkið:
Völuspá – A Nordic Theatre and Food Expedition er ferðalag inn í nýjan heim, þar sem öll skilningarvitin spila saman. Um er að ræða nýstárlega leiksýningu sem gefur áhorfendum tækifæri til að upplifa söguna með öllum skilningarvitum, lykt, bragði, snertingu, heyrn og sjón. Verkið byggist bæði á ævafornum textum Völuspár og skapar einstaka upplifun þar sem leikhúsið er skynjað á ljóðrænan hátt í kraftmikilli sinfóníu bragðlaukanna.
Í Nordic Theatre and Food Expedition eru landamæri hefðbundinnar leiksýningar og máltíðar könnuð og þeim ögrað með því að tengja saman matargerð og leikhús á tilraunakenndan hátt. Undir leiðsögn örlaganorna fortíðar, nútíðar og framtíðar ferðast sýningin um fagra byggingu Alvars Aaltos og nánasta umhverfi; við kynnumst tilurð heimsins, sköpun sólar og tungls og upprisu mannkyns á eyðiströndum Íslands. Ferðalagið heldur áfram með siðmenningu mannsins og súrrealískri veislu Loka, en hann með morðinu á Baldri gefur tóninn fyrir hrun heimsins. Hin hryllilegu Ragnarök eru upplifuð gegnum þjáningar blóðs, elds og íss – en að lokum boðar endurreisn nýrrar og iðagrænnar veraldar bjartari tíma.
Þrátt fyrir að eiga sér rætur í 1000 ára gömlum Norrænum kveðskap er Völuspá – A Nordic Theatre and Food Expedition nútímaleg, leik- og hugmyndafræðileg túlkun á hinum fornu textum, verk sem sameinar allar listgreinar, leikhús, innsetningu, matargerð, tónlist, vídjó, hljóð og ljós til að skapa djúpstæðan skilning á heiminum sem við búum í og hver ábyrgð okkar er í að vernda hann.
Leikskáld: Martin Tulinius og Alette Scavenius eftir Völuspá

Leikstjóri:
Martin Tulinius

Búningahönnuður:
Dorte Holbek

Leikmynd:
Dorte Holbek

Matreiðslumenn:
Mette Sia Martinussen ásamt Gunnar Karl Gíslason

Leikritahöfundur og textavinna:
Alette Scavenius

Hljóðmynd:
Emil Sebastian Bøll / Mikal Bing

Lýsing:
Adalsteinn Stefansson

Leikarar:
Morten Burian

Leikkonur:
Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Salka Hlín Jóhannsdóttir,  Þórunn Guðlaugsdóttir, Aðalheiður Gunnarsdóttir, Alexandra Ósk Sigurðardóttir, Anna Hafþórsdóttir, Hildur Jakobína Tryggvadóttir, Hulda Hrund Sigmundsdóttir, Íris Kristinsdóttir, Jóhanna Lind Þrastardóttir, Katla Rut Pétursdóttir, Kristín Margrét Kristmannsdóttir, Þórunn Karólína Pétursdóttir

Vefsíða leikhóps / leikhúss:
 http://republique.dk/da-DK/News/NewsArchive/2011/VoelvensSpaadom_premiere.aspx