Les Misérables – Vesalingarnir

Les Misérables – Vesalingarnir

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
3. mars 2012

Tegund verks
Söngleikur

Vesalingarnir, einn allra vinsælasti söngleikur leikhússögunnar, mun eftir áramót öðlast á nýjan leik líf á fjölum Þjóðleikhússins í flutningi einvala liðs leikara og söngvara.

Söngleikurinn var frumfluttur í London árið 1985 og tveimur árum síðar sýndi Þjóðleikhúsið hann á Stóra sviðinu við frábærar undirtektir. Vesalingarnir hafa verið sýndir samfellt í London frá frumsýningu, auk þess sem söngleikurinn hefur verið settur upp um allan heim. Nú er komið að því að við fáum að njóta hans að nýju á Stóra sviði Þjóðleikhússins í nýrri uppsetningu.

Söngleikurinn Vesalingarnir er byggður á hinni frægu skáldsögu Victors Hugos sem gerist í París á fyrri hluta 19. aldar. Við fylgjumst með baráttu Jeans Valjeans fyrir því að hefja nýtt líf úti í samfélaginu, en hann hefur þurft að sitja árum saman í fangelsi fyrir smávægilegt brot. Örlög hans tengjast miklum samfélagslegum hræringum og lífi fjölda fólks. Við kynnumst hinum útskúfuðu, fátæklingum, vörðum laganna, vændiskonum, verkafólki, útsmognum smáglæpamönnum, stúdentum og byltingarsinnum. Og við skyggnumst undir yfirborðið og fáum innsýn í þjáningar þessa fólks, vonir og ástir, og baráttu þess fyrir betra lífi.

Tónlistin í Vesalingunum er ægifögur og áhrifamikil og í sýningunni kemur saman einstaklega öflugur hópur tónlistarflytjenda. Með hlutverk Jeans Valjeans fer Þór Breiðfjörð, sem hefur vakið mikla athygli í söngleikjum á West End í London, en auk hans tekur nú í fyrsta sinn þátt í leiksýningu hér í Þjóðleikhúsinu Eyþór Ingi Gunnlaugsson í hlutverki Maríusar. Fjölmargir aðrir framúrskarandi leikarar og söngvarar koma fram í sýningunni, studdir af stórri hljómsveit.

Kynningarmyndband sýningarinnar

Höfundar
Alanin Boublil
Claude-Michel Schönberg

Byggt á skáldsögu eftir
Victor Hugo

Söngtextar
Herbert Kretzmer

Tónlist:
Claude-Michel Schönberg

Þýðing
Friðrik Erlingsson

Leikstjórn
Selma Björnsdóttir

Leikarar í aðalhlutverkum
Egill Ólafsson
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Þór Breiðfjörð
Örn Árnason

Leikkonur í aðalhlutverkum
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
Margrét Vilhjálmsdóttir
Valgerður Guðnadóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Atli Þór Albertsson
Baldur Trausti Hreinsson
Bjarni Snæbjörnsson
Eggert Þorleifsson
Friðrik Friðriksson
Hilmir Jensson
Orri Huginn Ágústsson
Ævar Þór Benediktsson

Leikkonur í aukahlutverkum
Edda Arnljótsdóttir
Heiða Ólafsdóttir
Jana María Guðmundsdóttir
Margrét Eir Hjartardóttir
Ragnheiður Steindórsdóttir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Börn:
Hrefna Karen Pétursdóttir
Halldóra Einarsdóttir
Elva María Birgisdóttir
Agla Bríet Gísladóttir
Ari Páll Karlsson
Valgeir Hrafn Skagfjörð.

Leikmynd
Finnur Arnar Arnarson

Búningar
María Th. Ólafsdóttir

Lýsing
Lárus Björnsson
Ólafur Ágúst Stefánsson

Tónlistarstjórn
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

Hljóðstjórn Sigurvald Ívar Helgason

Danshöfundur
Kate Flatt

Aðstoðarmaður leikstjóra
Stefán Hallur Stefánsson