Viðtalið

Sviðssetning
Draumasmiðjan

Sýningarstaður
Hafnarfjarðarleikhúsið

Frumsýning
4. mars 2006

Tegund verks
Leiksýning

Viðtalið er er Döff sýning, þetta krefst smá útskýringar. Döff-leikhús má kannski þýða sem leikhús heyrnarlausra (Döff er heyrnarlaus á táknmáli).  Þá er hins vegar ekki endilega átt við  að allir leikararnir séu heyrnarlausir en eitt af skilyrðunum er þó að a.m.k einn leikari í  sýningunni sé heyrnarlaus.  Annað skilyrði fyrir  því að geta kallað sýningu Döff-leikhús er að hún sé aðgengileg heyrnarlausum.  Þá annað hvort að hún sé ekki byggð  á töluðu máli t.d. sé látbragðsleihús eða að notað sé táknmál – sem hluti af sýningunni eða notast við  túlkun.

Viðtalið fjallar um mæðgur sem eru að fara í viðtal. Dóttirin er heyrnarlaus og  móðirin heyrandi. Túlkur kemur til að vera til aðstoðar í viðtalinu. Spyrjandinn er seinn og  mæðgurnar fara að spjalla saman í gegnum túlkinn. Þar sem dóttirin er alin upp á tímum  talmalsstefnunnar (1880 – 1980) þá talar móðir hennar ekki táknmál og íslenskukunnátta dótturinnar er verulega af skornum skammti. Á meðan þær mæðgur bíða eftir blaðamanninum byrja þær að rifja upp gamla tíma og fljótlega kemur í ljós að þær eiga ýmislegt  óuppgert.

Höfundar
Laila Margrét Arnþórsdóttir
Margrét Pétursdóttir

Leikstjóri
Margrét Pétursdóttir

Leikkonur í aðalhlutverki
Elsa Guðbjörg Björnsdóttir
Soffía Jakobsdóttir

Leikkonur í aukahlutverki
Árný Guðmundsdóttir
Berglind Stefánsdóttir
Tinna Hrafnsdóttir

Leikmynd
Helga Rún Pálsdóttir

Búningar
Helga Rún Pálsdóttir

Lýsing
Garðar Borgþórsson

Tónlist
Pétur Grétarsson