Veggir með eyru

Höfundur
Þorsteinn Guðmundsson

Leikstjórn
Hjálmar Hjálmarsson

Hljóðvinnsla
Einar Sigurðsson

Leikendur
Björn Hlynur Haraldsson
Nína Dögg Filippusdóttir
Víkingur Kristjánsson
Þórunn Magnea Magnúsdóttir

Í risinu á gömlu húsi í Vesturbæ Reykjavíkur býr eldri kona sem liggur á gólfinu daga og nætur, með eyrað við gólffjalirnar og vakir yfir parinu sem býr á hæðinni fyrir neðan hana. Er það forvitni sem rekur hana til þess, er það umhyggja eða afskiptasemi? Ungur atvinnulaus maður gerir tilraun til þess að leita svara við þessum spurningum og taka við hana viðtal sem hann vonast til að geta selt í útvarpið. Yfir hverjum vakir þú og hver vakir yfir þér?

Flutningstími
45 mínútur

Frumflutt
10. janúar 2010

Unknown-1  Unknown-2