Undanþágunefndin

Tegund verks:
Útvarpsverk

Sviðssetning:
Útvarpsleikhúsið

Sýningarstaður og frumsýningardagur:
Frumflutt: 20. nóvember 2011

Um verkið:
Í landi klíkuskapar, pólitískra bitlinga og frændhygli er Undanþágunefndin þýðingarmest allra nefnda. Undanþágunefndin – raunsætt leikrit um fáránlegt samfélag. Í meira en þrjátíu ár var innflutningsbann á Íslandi og gjaldeyrishöft. Nauðsynlegur innflutningur fór í gegnum Fjárhagsráð og þurfti að sækja um undanþágu frá reglum sem giltu um stórt og smátt. Höftunum var komið á á kreppuárunum 1930 og þau hert eftir seinni heimsstyrjöldina og ekki aflétt fyrr en á sjöunda áratugnum. Margir stjórnmálamenn litu svo á að Íslendingar gætu ekki verið sjálfstæð þjóð nema með því að girða landið af frá umheiminum með gjaldeyris- og innflutningshöftum. Undanþágunefndin – leikrit um höft, í Útvarpsleikhúsinu sunnudaginn 20. nóvember klukkan 14. Ertu í góðu sambandi við yfirvöldin? Hefurðu látið undir höfuð leggjast að efla tengsl þín við þá sem ráða? Ef svo er þarftu að bæta úr því hið fyrsta. Vantar þig bíl? Vantar þig dráttarvél? Vantar þig skóhlífar? Allir eiga erindi við Undanþágunefndina en enginn kemst á hennar fund af eigin rammleik. Vertu í klíkunni! Annars áttu ekki möguleika á neinu í þessu besta af öllum góðum þjóðfélögum. Undanþágunefndin, nýtt leikrit um fólk sem verður að læra á strangar reglur sem oft þarf að brjóta.

Leikskáld:
Gunnar Gunnarsson

Leikstjóri:
Erling Jóhannesson

Tónskáld:
Finnur Karlsson, nemandi í tónsmíðum við LHÍ.

Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

Leikarar:
Leikendur: Birgitta Birgisdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Hannes Óli Ágústsson, Pétur Einarsson og Guðrún Ásmundsdóttir.

Hljóðfæraleikarar: Finnur Karlsson (píanó og harmóníum), María Ösp Ómarsdóttir (flauta), Chrissie Telma Guðmundsdóttir ( fiðla), Halldór Sveinsson (fiðla), Úlfhildur Þorsteinsdóttir (víóla) og Þórdís Gerður Jónsdóttir (selló). Nemendur í tónlistardeild LHÍ.

Vefsíða leikhóps/leikhúss: www.ruv.is/leikhus