Þúsund ára þögn

Heiti verks
Þúsund ára þögn

Lengd verks
50 min

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
„Þetta er bara eins og að horfa inn í garðslöngu og sjá spírallinn og…og þá verður allt einhvern veginn…maður er bara…þetta er eins og í fjallgöngu og þar er lyng og mosi og stein og…og steinninn, hann lifir manninn…“

Í verkinu Þúsund ára þögn takast Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arnbjörnsson og Tryggvi Gunnarsson á við birtingarmyndir og áhrif hinnar íslensku þagnar á sálarlíf þjóðarinnar.

Í vinnuferlinu hafa þeir lagt áherslu á að kanna þögnina út frá tilfinningalegri þöggun og bælingu og einnig skoðað hvaðan hugmyndin um þögn sem dyggð kemur.

Hvað veldur því að við flýjum inn í þögnina í stað þess að takast á við erfiðar tilfinningar og vandamál? Af hverju virðumst halda að við getum þagað af okkur heilu lífin? Getur verið að við erfum þögn og bældar tilfinningar forfeðra okkar án þess að neitt með það að gera?

Í samfélagi dagins í dag, þar sem allt á að vera upp á borðum og allir eiga að geta talað um allt alltaf, er sömuleiðis áhugavert að kanna hvort lausn vandamála okkar felist í stanslausum játningum.

Getur þögnin verið af hinu góða? Þurfum við að komast handan hennar og berjast í gegnum byl og skafla inn á heiðarlönd sjálfs okkar?

Verkið Þúsund ára þögn er styrkt af Rannsóknarmiðstöð Íslands.

Sviðssetning
Sómi þjóðar

Frumsýningardagur
15. mars, 2017

Frumsýningarstaður
Mengi

Leikskáld
Sómi þjóðar

Leikarar
Hilmir Jensson,
Kolbeinn Arnbjörnsson,
Tryggvi Gunnarsson

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.honorarynation.com