Þú kemst þinn veg

Heiti verks
Þú kemst þinn veg

Lengd verks
45 min

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Þú kemst þinn veg er nýr íslenskur einleikur eftir Finnboga Þorkel Jónsson byggður á veruleika Garðars Sölva Helgasonar.

Verkið hverfist um Guðmann, vin Garðars, sem flytur fyrirlestur í Norræna húsinu til að leysa Garðar vin sinn af.

Fyrirlesturinn á að kenna umbunarkerfi sem Garðar lifir eftir. Garðar hefur glímt við geðklofa frá unga aldri og lifir nú eftir þessu kerfi sem hann þróaði sjálfur.

Guðmann þekkir Garðar og alla
hans ævi og hefur sjálfur reynt að tileinka sér kerfið. Fljótlega verður þó ljóst að hann þarf að læra ýmislegt um sjálfan sig áður svo hann geti kennt fólki hvernig má komast sinn veg.

Sviðssetning
Verkið er leikrænn fyrirlestur.

Frumsýningardagur
1. mars, 2015

Frumsýningarstaður
Norræna húsið

Leikskáld
Finnbogi Þorkell Jónsson

Leikstjóri
Árni Kristjánsson

Tónskáld
Svavar Knútur

Leikarar
Finnbogi Þorkell Jónsson
Stefán I. Vigfússon (aukahlutverk)

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.karolinafund.com/project/view/755