Þú ert hér

Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur

Staðsetning
Borgarleikhúsið, Nýja svið

Frumsýning
23. mars 2009

Tegund verks
Leiksýning

Þrír menn eru staddir í rústum. Þeir uppgötva að veröld þeirra er liðin undir lok og að þeir verða að læra að fóta sig að nýju. Úr rústunum í kringum sig raða þeir saman bútum af fyrra lífi og reyna að átta sig á því hvar þeir eru staddir, hvað hafi gerst og hvert skuli stefna.
Mindgroup hefur á undanförnum árum gert ófáar sýningar sem vinna markvisst með samtímann. Hér er sjónum leikhúsgesta beint að því hvernig smæsta eining samfélagsins, manneskjan ein og sér, bregst við nýafstöðnu hruni fjármálakerfisins.

Hið mannlega ástand á hverjum tíma sem er uppspretta leiksýninga og sú gerjun sem á sér stað um þessar mundir á öllum stigum samfélagsins er ástand sem leikhúsið hvorki getur, né vill standa utan við. Verkið er unnið upp úr vinnustofum og ýmis konar rannsóknarvinnu á atburðum undangenginna mánaða í íslensku samfélagi.

Leiksýningin Útlendingar sem var á verkefnaskrá Borgarleikhússins hefur verið lögð af. Upphaflegt markmið sýningarinnar var að taka á brýnu samfélagsmáli. Nú hefur verið ákveðið að endurskoða viðfangsefni verksins og beina athyglinni þess í stað að gjörbreyttu ástandi í íslensku samfélagi.

Höfundar
Hallur Ingólfsson
Jón Páll Eyjólfsson
Jón Atli Jónasson

Leikstjórar
Hallur Ingólfsson
Jón Páll Eyjólfsson
Jón Atli Jónasson

Leikarar í aðalhlutverkum
Hallur Ingólfsson
Jón Páll Eyjólfsson
Jón Atli Jónasson

Leikmynd
Hallur Ingólfsson
Jón Páll Eyjólfsson
Jón Atli Jónasson

Búningar
Hallur Ingólfsson
Jón Páll Eyjólfsson
Jón Atli Jónasson 

Lýsing
Hallur Ingólfsson
Jón Páll Eyjólfsson
Jón Atli Jónasson

Tónlist
Hallur Ingólfsson
Jón Páll Eyjólfsson
Jón Atli Jónasson 

Hljóðmynd
Hallur Ingólfsson
Jón Páll Eyjólfsson
Jón Atli Jónasson