Þingkonurnar

Heiti verks
Þingkonurnar

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Getur lýðræðið leyst vanda samfélagsins? Fyndnasta gamanleikritið fyrir 2.400 árum!

Þingkonurnar er eitt frægasta verk forngríska gamanleikjaskáldsins Aristófanesar. Verkið var frum­sýnt um 392 f.Kr. á miklum kreppu­tímum í stjórnmálum Aþenuborgar.

Hin málsnjalla Praxagóra fer fyrir flokki kvenna sem er búinn að fá nóg af óstjórn karlmanna í Aþenu. Konurnar dulbúa sig sem karlmenn, fjölmenna á þing Aþeninga og fá það samþykkt að konum skuli falin öll völd. Og hverju vilja þær svo breyta? Þótt það sé búið að finna upp lýðræðið hrannast upp vandamál sem þetta samfélag þarf að leysa. Spilltir stjórnmálamenn, ójöfnuður, fákeppni, stríðsæsingar, okurlán og skuldug heimili. Rányrkja á auðlindum, skuldugur ríkissjóður og fullveldinu er ógnað af banda­lögum og sambandssinnum.
Og hvað gera konurnar?

Þessi ærslafulli gamanleikur Aristófanesar minnir okkur á að leikhúsinu er ekki einungis ætlað að vera musteri tungunnar heldur einnig vígvöllur hugmyndanna.

Hárbeittur gamanleikur um sterkar konur og veiklynda karlmenn, um misskiptingu lífsins gæða og þingræði í vanda.

Síðasta uppsetning Benedikts Erlings­sonar í Þjóðleikhúsinu var rómuð sýning á Íslandsklukkunni, en hann á að baki fjölda leiksýninga og hefur unnið til fjölmargra verðlauna og viðurkenninga.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
26. desember, 2013

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Leikskáld
Aristófanes

Leikstjóri
Benedikt Erlingsson

Danshöfundur
Steinunn Ketilsdóttir

Tónskáld
Egill Ólafsson

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Búningahönnuður
Helga Rós Hannam

Leikmynd
Axel Hallkell

Leikarar
Atli Rafn Sigurðarson
Baldur Trausti Hreinsson
Oddur Júlíusson
Þorleifur Einarsson
Þorsteinn Bachmann

Leikkonur
Edda Arnljótsdóttir
Guðrún Snæfríður Gísladóttir
Harpa Arnardóttir
Margrét Vilhjálmsdóttir
Ragnheiður Steindórsdóttir
Salóme Rannveig Gunnarsdóttir

Söngvari/söngvarar
Brynhildur Oddsdóttir
Ester Bíbí Ásgeirsdóttir
Hera Björk Þórhallsdóttir
Matti Kallio

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
leikhusid.is