Þetta er lífið – og om lidt er kaffen klar!

Sviðssetning
Opið út

Sýningarstaður
Iðnó

Frumsýning
5. september 2010

Tegund verks
Söngleikur

Enginn kemst lifandi frá lífinu – en hvernig lifum við því?
 Þetta er lífið … og om lidt er kaffen klar er óður til lífsins; hugleiðingar, sögur og söngur í flutningi Charlotte Bøving. Undirleikari er hinn kunni tónlistarmaður Pálmi Sigurhjartarson. Charlotte fjallar um hið margslungna lífshlaup af hjartans einlægni. Hún segir frá á íslensku  á milli þess sem hún syngur, á dönsku, kvæði eftir Benny Andersen, Piet Hein, Tove Ditlevse, Halfdan Rasmussen, Jóhann Sigurjónsson ofl.

Höfundur
Charlotte Bøving

Leikstjórn
Benedikt Erlingsson
Charlotte Bøving

Leikkona í aðalhlutverki
Charlotte Bøving

Leikmynd
Þórunn María Jónsdóttir

Búningar
Þórunn María Jónsdóttir

Lýsing
Björn E. Sigmarsson

Söngvari
Charlotte Bøving

Hljóðmynd
Pálmi Sigurhjartarson

Píanó
Pálmi Sigurhjartarson

Tónlist
Benny Andersen
Halfdan Rasmussen
Ole Heyde
Piet Hein
Tove Ditlevsen
ofl.

etta_er_lifi

Charlotte Bøving er Reykvíkingum að góðu kunn enda hefur hún dvalið hér í bænum í nær áratug með hléum. Nú síðustu misserin hefur hún skrifað regluleg pistla í Fréttablaðið. Hún á að baki mikin ferill í dönsku leikhúsi og hlotið þar mörg verðlaun fyrir leikafrek sín. Þar á meðal Henkel prisen 1995 (nú Lauritzen-prisen).

Charlotte var tilnefnd til Grímunnar fyrir einleik sinn um hina Smyrjandi Jómfrú árið 2003. En það var árið 2007 sem hún hlaut Grímuna sem besti leikkona í aukahlutverki fyrir framistöðu sína í ”Hinni ófögru veröld” í uppfærslu LR. Charlotte hefur auk þess sem að framan greinir starfað sem leikstjóri og samið leikverk ýmist sjálf eða með öðrum og má þar nefna:Rauðhettu 2002, Hin smyrjandi Jómfrú 2003, Den kolde Jomfru 2004, Mamma mamma 2008 og Bláa gullið 2009.