Það er í lagi að leggja sig á daginn

Heiti verks
Það er allt í lagi að leggja sig á daginn

Lengd verks
149 mínútur

Tegund
Útvarpsverk

Um verkið
Þær Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir sem skipa Hljómsveitina Evu fjalla um kulnun (e. burn out) í nýju útvarpsverki í þremur hlutum.

Margir hafa upplifað kulnun í lífi og starfi, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Kulnun er ekki sjúkdómur heldur samsafn einkenna sem benda til þess að viðkomandi hafi lengi glímt við ofstreitu í starfi og sú streita sé nú farin að hafa alvarleg áhrif á vinnugleði og líðan. Kulnunareinkenni koma fram í mikilli líkamlegri þreytu og tilfinningalegri- og andlegri uppgjöf.

Umfjöllunarefnið stendur þeim Siggu og Völu nærri, eins og hlustendur komast að. Þær kljást við það á sinn hátt, meðal annars í formi frumsaminnar tónlistar sem flutt er í verkinu.

Sviðssetning
Útvarpsleikhúsið – RÚV

Frumsýningardagur
10. september, 2016

Frumsýningarstaður
Rás 1 – RÚV

Leikskáld
Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir

Leikstjóri
Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdótti

Tónskáld
Hljómsveitin Eva

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ruv.is/thaettir/utvarpsleikhus