Sumarljós

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
26. desember 2008

Tegund verks
Leiksýning

Jólasýning leikársins er byggð á skáldsögunni Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson, en höfundurinn hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir hana árið 2005. Í sýningunni kynnumst við fjölda litríkra persóna í litlu íslensku þorpi í nútímanum. Hversdagslífið reynist fullt af stórviðburðum því undir kyrrlátu yfirborði krauma óhamdar ástríður, langanir og þrár.

Hvaða ævafornu öfl búa undir gólfinu á lagernum? Hvers vegna fórnar forstjóri Prjónastofunnar fallegri konu, jeppanum og stöðu sinni í samfélaginu, til þess að geta horft út í stjörnubjartan næturhimininn? Vissuð þið að Matthías er kominn heim, eftir áralanga dvöl í frumskógum Amazon? Hvað rekur Kristínu út að hlaupa á hverjum degi? Er hægt að hverfa inn í rökkrið? Hvaðan fær Elísabet peninga til að opna veitingahús, hér af öllum stöðum í veröldinni? Er mögulegt að telja tárin? Er kannski best að tala um ástina á íslensku við mann sem aðeins skilur arabísku? Ætli það gerist eitthvað á ballinu? Hvað er það sem brennur á hlaðinu á Sámsstöðum? Og hver ber eiginlega ábyrgð á nóttinni?

Verk Jóns Kalmans hafa notið mikilla vinsælda hjá íslensku þjóðinni á undanförnum árum, enda ná þau að lýsa veruleika okkar af undraverðu næmi fyrir ýmsu því býr undir yfirborðinu í lífi okkar.

Höfundur
Jón Kalman Stefánsson

Leikstjórn og leikgerð
Hilmar Jónsson

Aðstoðarmaður leikstjóra
Jón Atli Jónasson

Leikarar í aðalhlutverkum
Baldur Trausti Hreinsson
Björn Hlynur Haraldsson
Jörundur Ragnarsson
Ólafur Darri Ólafsson

Leikkonur í aðalhlutverkum
Elma Lísa Gunnarsdóttir
Elva Ósk Ólafsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Eggert Þorleifsson
Friðrik Friðriksson
Stefán Hallur Stefánsson
Valur Freyr Einarsson
Vignir Rafn Valþórsson

Leikkonur í aukahlutverkum
Birna Hafstein
Edda Arnljótsdóttir
Esther Talía Casey
Ragnheiður Steindórsdóttir

Leikmynd
Finnur Arnar Arnarson 

Búningar
Þórunn María Jónsdóttir

Tónlist
Ragnhildur Gísladóttir

Hljóðmynd
Sigurður Bjóla

Danshöfundur
Sveinbjörg Þórhallsdóttir