Stríð

Heiti verks
Stríð

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Myndlistarmaður og tónskáld, ásamt leikara og sinfóníuhljómsveit, skapa einstaka leikhúsupplifun.

Sólarupprás eftir stríðsátök. Prússneskur hermaður hrökklast í dauðateygjunum um sviðna sveit. Ómurinn af þjáningum hans verður eitt með hljómi málaðra himinlitanna. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir einsöng hins deyjandi manns um stríð og hörmungar.

Magnþrungin tónlist tónskáldsins Kjartans Sveinssonar og stórbrotin sviðsmynd listamannsins Ragnars Kjartanssonar fara með áhorfendur fram og aftur í tíma. Það er margt að hugleiða í þessu verki. Jafnframt því að horfa upp á dauðstríð hins þjáða manns verða áhorfendur vitni að annars konar baráttu.

Einn af ástælustu leikurum þjóðarinnar mun leika hermanninn í þessu myndlistarverki.

Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-leikhúsið í Berlín.

Í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
16. maí, 2018

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Leikskáld
Ragnar Kjartansson

Tónskáld
Kjartan Sveinsson

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Búningahönnuður
Helga I Stefánsdóttir

Leikmynd
Ragnar Kjartansson

Leikarar
Hilmir Snær Guðnason

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/syningar/strid