Smán

Heiti verks
Smán

Lengd verks
90 mínútur (81 bls)

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Framtíðin brosir við viðskiptalögfræðingnum Amir Kapoor. Hann er yfir sig ástfanginn af eiginkonu sinni, listakonunni Emily, og hefur af harðfylgni og eljusemi náð að vinna sig upp innan lögfræðifyrirtækisins. En velgengnin hefur kostað sitt og fortíðin bankar upp á þegar síst skyldi.

Amir og Emily bjóða vinahjónum heim. Fram að þessu hefur ólíkur bakgrunnur og uppruni þessara fjögurra einstaklinga ekki virst skipta neinu máli, en þegar samræðurnar berast skyndilega inn á óvænta braut er fjandinn laus.

Hvaða áhrif hefur uppruni, kyn og kynþáttur á það hvernig við skilgreinum okkur sjálf? Er hugsanlegt að við séum haldin fordómum sem við viljum ekki kannast við?

Leikritið var frumflutt í Bandaríkjunum árið 2012 og vakti strax gífurlega athygli. Það hlaut Pulitzer-verðlaunin og Obie-verðlaunin, var tilnefnt til Tony-verðlaunanna og hefur farið sigurför um heiminn.

Sviðssetning
Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið og Rauða krossinn

Styrkt af Reykjavíkurborg og og Mennta- og menningarmálaráðuneyti – leiklistarráði.

Frumsýning í Kúlunni 11. september

Frumsýningardagur
11. september, 2017

Frumsýningarstaður
Kúlan-Þjóðleikhúsið

Leikskáld
Ayad Akhtar

Leikstjóri
Þorsteinn Bachmann

Tónskáld
Borgar Magnason

Hljóðmynd
Borgar Magnason

Lýsing
Jóhann Friðrik Ágústsson

Búningahönnuður
Páll Banine

Leikmynd
Páll Banine

Leikarar
Hafsteinn Vilhelmson, Jónmundur Grétarsson, Magnús Jónsson

Leikkonur
Salóme R. Gunnarsdóttir og Tinna Björt Guðjónsdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
elefant.cc