Skyldan kallar

Höfundur
Hermann Stefánsson

Leikstjóri
Hallmar Sigurðsson

Tónlist
Einar Sigurðsson

Hljóðvinnsla
Ragnar Gunnarsson

Leikendur
Erla Ruth Harðardóttir
Guðjón Davíð Karlsson
Halla Margrét Jóhannesdóttir
Margrét Kaaber
Tinna Hrafnsdóttir

Skyldan kallar er fyrsta leikrit Hermanns Stefánssonar en hann hefur á síðustu árum sent frá sér skáldsagnaþríleik sem samanstendur af verkunum Níu þjófalyklar, Stefnuljós og Algleymi, ljóðabókina Borg í þoku og skáldfræðiritið Sjónhverfingar, auk þess sem hann hefur ritað fjölda greina og pistla.

Ungur starfsmaður í Þjóðmenningarhúsinu leitar til geðlæknis vegna fíknar sinnar í ofbeldisfullan tölvuleik. Heimsóknir hans til læknisins fara á annan veg en hann ætlaði og áhöld eru um hvar ofbeldið leynist, hvað er leikur og hvað er alvara, hvað ímyndun og hvað veruleiki. Fyrr en varir streymir blóðið um gólf og veggi Þjóðmenningarhússins og líkin hrannast upp í íslensku samfélagi.

Flutningstími
53 mínútur