Skjaldmeyjar hafsins

Heiti verks
Skjaldmeyjar hafsins

Lengd verks
75 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Í verkinu skyggnumst við inn í líf þriggja eiginkvenna sjómanna og kynnumst þeirra sýn á lífið og hvernig þær tækla óvissuna, óttann og sorgina þegar háska ber að á hafi úti og þær eru í landi.

Sjómennska hefur verið samofin íslensku samfélagi frá alda öðli. Fáar stéttir lenda í þeim háska og áskorunum sem sjómenn standa frammi fyrir í starfi sínu. Starfi sem krefst æði mikils af þeim, jafnvel lífs þeirra. Af því eru til margar sögur. Hins vegar fer minna fyrir sögum um eiginkonur þeirra; konurnar sem ganga í gegnum óttann, óvissuna og örlögin með þeim á einn eða annan hátt. Konurnar sem sjá um heimili, börn og buru á meðan þeir eru í löngum túrum. Þær sem bíða milli vonar og ótta í öllum veðrum og eru jafnvel sjálfar að takast á við sína eigin erfiðleika á sama tíma og þær eru stoð og stytta sjómannsins, fjölskyldunnar og heimilisins.
Hérna eru þeirra sögur.

Sviðssetning
Leikhópurinn Artik í samstarfi við Leikfélag Akureyrar.

Frumsýningardagur
28. mars, 2019

Frumsýningarstaður
Samkomuhúsið á Akureyri

Leikskáld
Jenný Lára Arnórsdóttir

Leikstjóri
Jenný Lára Arnórsdóttir

Danshöfundur
Katrín Mist Haraldsdóttir

Hljóðmynd
Ármann Einarsson

Lýsing
Arnþór Þórsteinsson

Búningahönnuður
Sara Blöndal

Leikmynd
Sara Blöndal

Leikkonur
Jónína Björt Gunnarsdóttir, Vala Fannell og Katrín Mist Haraldsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/artik.theatre/