Sjálfstætt fólk – hetjusaga

Heiti verks
Sjálfstætt fólk – hetjusaga

Lengd verks
2:55

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson tekst á við Sjálfstætt fólk, eftir magnaða uppfærslu á Englum alheimsins

“Hann sáði í akur óvinar síns, allt sitt líf, dag og nótt.”

Sjálfstætt fólk er ein ástsælasta skáldsaga íslenskra bókmennta fyrr og síðar. Þorleifur Örn Arnarsson og samstarfsmenn hans, sem nýlega settu á svið í Þjóðleikhúsinu ógleymanlega sýningu á Englum alheimsins, takast hér á við þetta magnaða verk Halldórs Laxness og fara með okkur í einstakt ferðalag um sögu þjóðarinnar.

Sjálfstætt fólk gerist í upphafi 20. aldar og segir frá einyrkjanum Bjarti í Sumarhúsum og fólkinu í kringum hann, og baráttu hans fyrir því að halda sjálfstæði sínu, hvað sem það kostar.

Sýningin Englar alheimsins var frumsýnd vorið 2013 og fékk frábærar viðtökur. Hún var tilnefnd til níu Grímuverðlauna og hlaut meðal annars verðlaunin fyrir besta leikrit ársins. Sýningin var að margra áliti sannkallaður viðburður í íslensku leikhúslífi, og gagnrýnendur töluðu meðal annars um að hún væri „fullkomin útfærsla á skáldsögunni“ og „mögnuð leikhúsupplifun“. Leikur Atla Rafns Sigurðarsonar í aðalhlutverkinu þótti snilldarlegur, en hann mun nú fara með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
26. desember, 2014

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Leikskáld
Halldór Laxness, Atli Rafn Sigurðarson, Ólafur Egill Egilsson, Símon Birgisson

Leikstjóri
Þorleifur Örn Arnarsson

Tónskáld
Högni Egilsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson

Hljóðmynd
Högni Egilsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Búningahönnuður
Filippía I. Elísdóttir

Leikmynd
Vytautas Narbutas

Leikarar
Atli Rafn Sigurðarson, Arnmundur Ernst Backman, Þórir Sæmundsson, Snorri Engilbertsson, Arnar Jónsson, Stefán Hallur Stefánsson, Eggert Þorleifsson, Pálmi Gestsson, Baldur Trausti Hreinsson, Ólafur Egill Egilsson

Leikkonur
Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is