Shit

Shit

Sviðssetning
Íslenski dansflokkurinn

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið

Frumsýning
25. nóvember 2009

Tegund verks
Danssýning

Djammvika Íslenska dansflokksins stendur yfir dagana 25. til 28. nóvember.  Þetta er sannkölluð dansveisla þar sem frumflutt verða fjögur ný verk í vinnslu. Fyrsta kvöldið verða sýnd verkin Cardiac Strain eftir Tony Vezich og Shit eftir Kristján Ingimarsson. Annað kvöldið verða sýnd verkin Heilabrot eftir Brian Gerke og Kjúklingur í sauðagæru eftir Peter Anderson.

Með Djammviku er dansflokkurinn að gefa nýjum höfundum tækifæri til að vinna með flokknum og einnig er þetta vettvangur til að þróa og prófa nýja tækni og aðferðir við sköpunina. Mikil eftirspurn er eftir miðum á Djammviku og nú þegar er uppselt á þrjár sýningar af sex.

Shit er nýtt verk eftir leikhúslistamanninn Kristján Ingimarsson en óhefðbundin verk hans hafa hlotið mikla athygli bæði hérlendis sem og erlendis og er hann er þekktur fyrir að nota líkamann á frumlega og sérstæðan hátt í sýningum sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristján semur fyrir dansflokk og er því athyglisvert að sjá hvernig leiklistarmaðurinn nýtir sér þetta tækifæri.   Kristján vonar að sýningin geti verið hvati og huggun í því hreinsunarferli sem íslendingar eru um það bil að hefja.

Um  verkið segir Kristján „Shit er sorgleg og átakanleg saga úr þorpi svo langt í burtu frá öllu að enginn hefur stigið þangað fæti né komið þaðan í árhundruðir. Vafnir í hvítt lín standa íbúarnir á stéttinni líkt og trönur sem þerra vængina í sólinni. Enginn man lengur til hvers litli skúrinn á torginu er notaður. Einn morguninn stendur hurðin á skúrnum opin. Það var daginn sem helvíti kom í heimsókn.“

Danshöfundur
Kristján Ingimarsson

Búningar
Elín Edda Árnadóttir

Lýsing
Aðalsteinn Stefánsson

Dansarar
Aðalheiður Halldórsdóttir
Cameron Corbett
Emilía Benedikta Gísladóttir
Hannes Egilsson
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir
Lovísa Ósk Gunn
arsdóttir
Steve Lorenz

– – – – – –

Íslenski dansflokkurinn er nútímadansflokkur og hefur aðsetur í Borgarleikhúsinu. Hjá Íd starfa að venju á annan tug dansara í fullu starfi, fastráðnir, gestadansarar og dansarar á nemendasamningi, allir með þjálfun í klassískum dansi.  Þar að auki taka dansnemar sem stunda nám við dansbraut Listaháskóla Íslands þátt í starfsemi Íd.

Íslenski dansflokkurinn hefur unnið með mörgum af fremstu danshöfundum Evrópu auk þess að leggja rækt við íslenska danssköpun með því að setja á svið verk eftir íslenska danshöfunda. Dansflokkurinn hefur ferðast víða og stefnir á sýningarferðir til Kína, Frakklands, Hollands og Bandaríkjanna á árinu, auk þess að halda reglulega sýningar á Íslandi.