Rökrásin

Heiti verks
Rökrásin

Lengd verks
49:43

Tegund
Útvarpsverk

Um verkið
Eldri hjón, sem hafa ekki farið út úr húsi í þrjátíu ár, hafa ákveðið að opna útvarpsstöð. Ólöglega útvarpsstöð. Þau gefa henni nafnið Rökrásin og er hún í loftinu núna. Opið er fyrir símann allan sólarhringinn og inn hringja sálir, pör, sem eiga það sameiginlegt að vera föst í samböndum, föst í hringrás árstíða, líkt og öldruðu hjónin.
Ástæðan fyrir einangrun eldri hjónanna og útvarpsstöð þeirra er hulin. Kannski leið þeim illa eða voru bara hrædd. Það að tala við aðra í gegnum viðtækin huggar þau. Þau hlusta vandlega á þá sem hringja inn og gefa ráð. Þau þekkja angistina, einmannaleikann. Þau þekkja þig í sjálfum sér. Að minnsta kosti knýr þjáningin þau til góðra verka. Eða hvað?

Sviðssetning
Útvarpsleikhúsið – RÚV
Í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík

Frumsýningardagur
28. september, 2014

Frumsýningarstaður
Rás 1

Leikskáld
Ingibjörg Magnadóttir

Leikstjóri
Harpa Arnardóttir

Tónskáld
Kristín Anna Valtýsdóttir

Hljóðmynd
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

Leikarar
Erlingur Gíslason, Kristján Franklín Magnús, Vignir Rafn Valþórsson.

Leikkonur
Kristbjörg Kjeld, Guðrún S. Gísladóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir.

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ruv.is/thaettir/utvarpsleikhus