Pétur og Einar

Sviðssetning
Komedíuleikhúsið

Sýningarstaður
Einarshús

Frumsýning
September 2008

Tegund verks
Einleikur

Elfar Logi túlkar líf og störf þeirra manna sem settu hvað mestan svip á Bolungarvík á miklum uppgangstímum og sveipar sögu þeirra ævintýraljóma.

Frumkvöðlarnir Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson voru miklir athafnamenn hvor á sínum tíma og stjórnuðu stórveldum sínum af skörungsskap. Þeir bjuggu báðir í húsi harma og hamingju, Péturshúsi sem síðar var nefnt Einarshús. Leikurinn hefur fengið frábærar viðtökur áhorfenda enda er hér á ferðinni vandað verk og stórmerkileg saga úr sjávarþorpi.

Höfundur
Soffía Vagnsdóttir

Leikstjórn
Soffía Vagnsdóttir

Leikari
Elfar Logi Hannesson

Tónlist
Hróflur Vagnsson