Óþelló

Heiti verks
Óþelló

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
– Sígilt meistaraverk, æsispennandi harmleikur um valdabaráttu, losta og afbrýðisemi –

Gísli Örn og Vesturport takast á nýjan leik á við Shakespeare, í fyrsta sinn frá því að hópurinn gladdi áhorfendur með hinni feykivinsælu sýningu á Rómeó og Júlíu í þýðingu Hallgríms Helgasonar sem frumsýnd var árið 2002. Sú sýning hefur verið leikin rúmlega 400 sinnum víðs vegar um heiminn á þremur tungumálum, og var meðal annars sett upp á West End í London.

Vesturport hefur nú fengið Hallgrím Helgason aftur til liðs við sig og leggur til atlögu við eitt tilfinningaþrungnasta verk Shakespeares. Eldheitt ástarsamband Óþellós við Desdemónu gerir hann varnarlausan gegn nístandi afbrýðisemi.

Ný uppfærsla þar sem samkeppni, metorðagirnd, slagsmál og ástir skapa kraftmikla leikhúsupplifun í anda hinna vinsælu sýninga Vesturports.

Leikritið er sett upp á 400 ára ártíð Shakespeares.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
26. desember, 2016

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Leikskáld
Gísli Örn Garðarsson

Leikstjóri
Gísli Örn Garðarsson

Tónskáld
Björn Kristjánsson (Borko)

Hljóðmynd
Björn Kristjánsson (Borko) og Kristján Sigmundur Einarsson

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Búningahönnuður
Sunneva Ása Weisshappel

Leikmynd
Börkur Jónsson

Leikarar
Ingvar E. Sigurðsson, Arnmundur Ernst Backman, Björn Hlynur Haraldsson, Guðjón Davíð Karlsson, Ólafur Egill Egilsson, Jóhannes Níels Sigurðsson

Leikkonur
Nína Dögg Filippusdóttir, Aldís Amah Hamilton, Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
http://www.leikhusid.is/