Ormstunga

Heiti verks
Ormstunga

Lengd verks
Tvær klukkustundir

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Gunnlaugs saga er ein af þekktustu Íslendingasögunum, hún er lesin í grunnskólum landsins og ættu því flestir að þekkja efni hennar. Þetta er saga um ástir og afbrýði. Hún rekur sögu skáldsins Gunnlaugs Ormstungu, ástir hans og Helgu hinnar fögru og baráttu hans við keppinaut sinn í ástum, skáldskap og stríði, Hrafn Önundarson. Leiksýningin Ormstunga er nákvæm endursögn Gunnlaugs sögu Ormstungu og þó um leið ærslafull yfirreið um menningarheim Norðurlanda að fornu og nýju.

Hin fjölhæfu Benedikt og Halldóra hafa lengi verið í fararbroddi íslenskra leikara. Benedikt skrifaði Mr. Skallagrímsson sem sló í gegn fyrir nokkrum árum og í sameiningu skrifuðu þau svo Jesú litla ásamt félögum sínum í Borgarleikhúsinu.

Hér gefst leikhúsunnendum tækifæri til að sjá upphafið að þessu öllu saman. Ormstunga var fyrst sett upp í Skemmtihúsinu árið 1996 og sló rækilega í gegn og var sýnd bæði innanlands og utan á árunum 1996–97. Þau hættu fyrir fullu húsi en taka nú upp þráðinn á ný og tvinna saman fornsöguna og samtímann á ótrúlega skemmtilegri kvöldstund.

Sviðssetning
Borgarleikhús

Frumsýningardagur
8. febrúar, 2013

Frumsýningarstaður
Borgarleikhús Nýja svið

Leikskáld
Benedikt Erlingsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Peter Engkvist

Leikstjóri
Peter Engkvist

Tónskáld
Halldóra Geirharðsdóttir

Hljóðmynd
Halldóra Geirharðsdóttir

Lýsing
Garðar Borgþórsson / Þórður Orri Pétursson

Búningahönnuður
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

Leikmynd
Hópurinn

Leikarar
Benedikt Erlingsson

Leikkonur
Halldóra Geirharðsdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is