Oliver!

Oliver!

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
26. desember 2009

Tegund verks
Söngleikur

Einn vinsælasti söngleikur allra tíma, fullur af dásamlegum söngperlum. Oliver! er einn vinsælasti söngleikur allra tíma, byggður á sígildri skáldsögu Charles Dickens um munaðarlausa drenginn Oliver Tvist – sem dirfðist að biðja um meira að borða! Oliver er góðhjartaður lítill drengur, sem elst upp við þröngan kost á ómagahæli, en lendir fyrir röð tilviljana í slagtogi við skrautlegt vasaþjófagengi. Við kynnumst lífinu meðal þeirra verst settu í Lundúnaborg 19. aldar, og við sögu koma margar litríkar persónur, götustrákar, smáþjófar og stórþjófar, fátæklingar og ríkisbubbar, götudrósir, harðsvíruð illmenni og hjartahlý góðmenni!

Söngleikurinn Oliver! hefur verið sýndur við gífurlegar vinsældir víða um heim, og fékk frábærar viðtökur í Þjóðleikhúsinu fyrir tuttugu árum. Fjöldi barna tekur þátt í sýningunni. Litrík, fjörug og æsispennandi sýning, full af dásamlegum söngperlum!

„Má ég fá meira…?“

Höfundur
Lionel Bart

Þýðing
Þórarinn Eldjárn

Þýðing söngtexta
Jóhann G. Jóhannsson

Leikstjóri
Selma Björnsdóttir

Leikarar í aðalhlutverkum
Eggert Þorleifsson
Þórir Sæmundsson

Oliver
Ari Ólafsson
Sigurbergur Hákonarson

Hrappur
Tryggvi Björnsson
Valgeir Hrafn Skagfjörð

Leikkona í aðahlutverki
Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Arnar Jónsson
Baldur Trausti Hreinsson
Bergþór Pálsson
Friðrik Friðriksson
Ívar Helgason
Valur Freyr Einarsson

Leikkonur í aukahlutverkum
Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Esther Talía Casey
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
Ólöf Jara Skagfjörð
Ragnheiður Steindórsdóttir
Þórunn Lárusdóttir

Börn
Alexander Sigurðsson
Ari Páll Karlsson
Ágúst Örn B. Wigum
Baldvin Snær Hlynsson
Daníel Breki Johnsen
Davíð K. Ólafsson
Grettir Valsson
Guðjón Hlynur Sigurðarson
Halldór Ívar Stefánsson
Hróbjartur Höskuldsson
Ingi Þór Þórhallsson
Ísabella Rós Þorsteinsdóttir
Ísak Ernir Róbertsson
Janus Bjarki Birgisson
Kolbrún María Másdóttir
Madhav Davíð Goyal
Melkorka Pitt Davíðsdóttir
Ragnar Gíslason
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir
Sindri Ingólfsson
Sóley Karen Sigurjónsdóttir
Völundur Hafstað Haraldsson

Leikmynd og myndvinnsla
Vytautas Narbutas

Búningar
María Ólafsdóttir

Lýsing
Lárus Björnsson
Ólafur Ágúst Stefánsson

Söngvarar
Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Áslákur Ingvarsson
Baldur Trausti Hreinsson
Bergþór Pálsson

Eggert Þorleifsson
Esther Talía Casey
Friðrik Friðriksson
Guðbjörg Hilmarsdóttir
Ívar Helgason
Jón S. Snorri Bergsson
Ólöf Jara Skagfjörð

Ragnheiður Steindórsdóttir
Valur Freyr Einarsson
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Þórir Sæmundsson
Þórunn Lárusdóttir

Dansarar
Aðalsteinn Kjartansson
Áslákur Ingvarsson
Guðbjörg Hilmarsdóttir
Heiða Björk Ingimarsdóttir
Jón S. Snorri Bergsson

Danshöfundur
Aletta Collins

Tónlistarstjórn
Jóhann G. Jóhannsson

Hljómsveit

Flauta
Emilía Rós Sigfúsdóttir / Martial Nardeau / Melkorka Ólafsdóttir

Klarínett
Ármann Helgason / Kjartan Óskarsson

Fagott
Brjánn Ingason / Darri Mikaelsson

Horn
Anna Sigurbjörnsdóttir / Emil Friðfinnsson

Trompet
Eiríkur Örn Pálsson / Sveinn Þórður Birgisson

Básúna
Jón Halldór Finnsson / Sigurður Þorbergsson

Slagverk
Kjartan Guðnason / Pétur Grétarsson

Kontrabassi
Birgir Bragason / Gunnlaugur Torfi Stefánsson

Píanó og hljómsveitarstjórn
Jóhann G. Jóhannsson

– – – – – –

Þjóðleikhúsið var vígt árið 1950 og hefur því starfað í yfir hálfa öld. Um fjórar milljónir áhorfenda hafa sótt sýningar leikhússins frá upphafi. Starfsemi Þjóðleikhússins er fjármögnuð að þrem fjórðu hlutum með framlagi af fjárlögum, en einum fjórða með sjálfsaflafé. 

Leikið er á fjórum leiksviðum í Þjóðleikhúsinu, Stóra sviðinu með um 500 sæti í áhorfendasal, Leikhúsloftinu sem rúmar um 80 manns, Kúlunni í kjallara íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar að Lindargötu 7 með um 100 sæti, og í sömu byggingu er hið nýja leiksvið Kassinn, sem er með um 140 sæti.

Þjóðleikhúsið leggur áherslu á að efla íslenska leikritun með flutningi nýrra innlendra verka og kynna áhorfendum jafnframt það sem forvitnilegast er að gerast í erlendri leikritun. Einnig eru flutt sígild verk, barnaleikrit, söngleikir og óperur. 

Á hverju leikári starfa milli fjögur og fimm hundruð manns í Þjóðleikhúsinu.

Í hverri leiksýningu er fólgin mikil vinna. Samhliða leikæfingum og vinnu listrænna stjórnenda hverrar sýningar vinnur starfsfólk ólíkra deilda Þjóðleikhússins vikum saman að undirbúningi. Má þar nefna sviðsmenn, starfsfólk saumastofu, leikmunadeildar, hárgreiðslu- og förðunardeilda, ljósadeildar, hljóðdeildar og kynningar- og fræðsludeilda. 

Þjóðleikhúsið leggur metnað sinn í að bjóða áhorfendum leiklist í hæsta gæðaflokki.

Hlutverk Þjóðleikhússins er að:

•    Glæða áhuga landsmanna á leiklist og þeim listgreinum sem tengjast leiksviði með fjölbreyttu úrvali sýninga.

•    Örva innlenda leikritun og aðra höfundavinnu og stuðla að aukinni samvinnu sviðslistamanna.

•    Stuðla að framþróun í greininni með því að leggja áherslu á faglega úrvinnslu og listræna framsetningu.

•    Efla leiklistaruppeldi með framboði á sýningum sérstaklega ætluðum börnum og ungmennum.

•    Efna til umræðna og verkefna á sviði leiklistar í samvinnu við skóla, félagasamtök og stofnanir.

•    Miðla leiklist um landið með leikferðum og samvinnuverkefnum.