Lykillinn að jólunum

Lykillinn að jólunum

Sviðssetning
Leikfélag Akureyrar

Sýningarstaður
Rýmið

Frumsýning
27. nóvember 2009

Tegund verks
Leiksýning ætluð börnum

Hvernig komast jólasveinarnir yfir að gefa í alla þessa skó á einni nóttu? Mörg þúsund gluggar og aðeins einn sveinn til að laumast inn um þá alla, hvernig er það hægt?

Svarið leynist í læstum skáp á lítilli vinnustofu á skrýtnum stað uppi í fjöllum. Þessa vinnustofu á gamall maður sem býr yfir leyndarmálinu um jólasveinana og skóna. Hann einn geymir lykilinn að jólunum. Dag nokkurn hverfur gamli maðurinn, hann er orðinn gamall og hans tími liðinn. Nú eru góð ráð dýr því hann tekur lykilinn sinn með sér. Signý álfastelpa, fær það erfiða verkefni að finna arftaka hans. Ef hún finnur annan lykil að skápnum finnur hún vonandi þann sem hún leitar að.

Höfundur
Snæbjörn Ragnarsson

Leikstjórn
Kolbrún Björt Sigfúsdóttir

Leikari í aðalhlutverki
Þráinn Karlsson

Leikkonur í aðalhlutverki
Jana María Guðmundsdóttir
María Þórðardóttir

Leikmynd
Bjarki Árnason
Dýri Bjarnar Hreiðarsson
Steingrímur Þorvaldsson

Búningar
Rannveig Eva Karlsdóttir

Lýsing
Mika Haaranen

Tónlist
Baldur Ragnarsson
Snæbjörn Ragnarsson

Hljóðstjórn
Gunnar Sigurbjörnsson

Útsetning tónlistar og hljóðfæraleikur
Hljómsveitin GALAXY