Ofviðrið

Ofviðrið

Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur í samstarfi við Íslenska dansflokkinn

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
29. desember 2010

Tegund verks
Leiksýning

Ofviðrið gerist á eyju, einhvers staðar og hvergi – í ríki hugarflugsins. Þar ræður ríkjum Prospero sem búið hefur í útlegð árum saman ásamt ungri dóttur sinni, skrímslinu Kaliban og Ariel þjóni sínum.

Nú loks gefst tækifæri til að gera upp mál­in þegar ofsaveður skolar skipi þeirra sem sviku Prospero á land eyjunnar. Atburða­rásin sem tekur við er fjörleg enda er upp­gjör framundan, ástin kraumar og hinar líkamlegu hvatir eru sterkir drifkraftar.

Ofviðrið hverfist um heiftarleg átök hinna æðri og lægri hvata. Leikrit sem fjallar um fegurðina í dyggðinni og hina nauðsynlegu fyrirgefningu eftir áföll. Of­viðrið er dásamlegur gleðileikur uppfullur af húmor, ást og krafti.

Hér er öllu tjaldað til, ástsælustu leikarar þjóðarinnar, Íslenski dansflokkurinn og einn fremsti leikstjóri heims. Einstök leikhúsveisla sem rambar á mörkum draums og veruleika.

Oskaras Koršunovas hefur verið í hópi fremstu leikstjóra Evrópu síðustu ár og er auk þess leikhússtjóri Borgarleikhússins í Vilníus. Hann hefur sett upp kraftmiklar sýningar klassískra verka og eftirtekt­arverðar uppsetningar á nútímaverkum. Koršunovas hefur hlotið fjölda viðurkenn­inga fyrir verk sín, meðal annars Evrópsku leiklistarverðlaunin. Margverðlaunuð upp­færsla Koršunovas á Rómeó og Júlíu var á dagskrá Listahátíðar í vor þar sem hún vakti mikla hrifningu.

Höfundur
William Shakespeare

Þýðing
Sölvi Björn Sigurðsson

Leikstjórn
Oskaras Koršunovas

Aðstoðarleikstjóri
Ásdís Þórhallsdóttir

Leikari í aðalhlutverki
Ingvar E. Sigurðsson

Leikkonur í aðalhlutverkum
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Lára Jóhanna Jónsdóttir

Leikarar
 í aukahlutverkum
Guðjón Davíð Karlsson
Halldór Gylfason
Hilmar Guðjónsson
Hilmir Snær Guðnason
Jóhann Sigurðarson
Jörundur Ragnarsson

Leikkonur í aukahlutverkum
Hanna María Karlsdóttir
Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir

Leikmynd
Vytautas Narbutas

Búningar
Filippía Elísdóttir

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist
Högni Egilsson

Hljóðmynd
Högni Egilsson
Jakob Tryggvason

Dansarar
Aðalheiður Halldórsdóttir
Cameron Corbett
Guðmundur Elías Knudsen
Hannes Egilsson
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir
Katrín Ingvadóttir
Katrín Johnson
Steve Lorenz

Danshöfundur
Katrín Hall