Nígeríusvindlið

Nígeríusvindlið

Sviðssetning
16 elskendur í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Frumsýning
20. ágúst 2010

Tegund verks
Leiksýning

Nígeríusvindlið er sviðslistaviðburður þar sem skoðuð er hugmyndin um réttlæti á tímum hnattvæðingar, fjölmenningar og margmiðlunar. Í Nígeríusvindlinu kanna 16 elskendur sífellt greiðara aðgengi íbúa heimsins hver að öðrum gegnum tölvutækni og stafræn rými, og beina jafnframt sjónum að því hvað sé sanngjarnt í samskiptum Vesturlandabúa, þ.m.t. Íslendinga, við Þriðja heiminn, heim sem við þekkjum yfirleitt lítið og fæst okkar hafa heimsótt.

Hvað er svindl? Í hvers hlut kemur það að skilgreina hugtökin svindl, siðgæði og réttlæti? 16 elskendur vonast þannig til að varpa ljósi á mörkin á milli þeirra sem við skilgreinum sem “okkur sjálf” annars vegar, og hins vegar þeirra sem við kjósum að skilgreina sem „hina.“ Einnig er varpað fram spurningum um eðli gilda, hvort allir menn hafi sameiginleg gildi, eða geti haft þau.

Nígeríusvindlið er samstarfsverkefni 16 elskenda og Þjóðleikhússins. Sýningin hlaut styrk frá Leiklistarráði og Prologos, og er hluti af leiklistarhátíðinni Lókal.

Höfundar
16 elskendur
Aðalbjörg Árnadóttir
Brynja Björnsdóttir
Davíð Freyr Þórunnarson
Eva Rún Snorradóttir
Friðgeir Einarsson
Gunnar Karel Másson
Hlynur Páll Pálsson
Karl Ágúst Þorbergsson
Saga Sigurðardóttir
Ylfa Ösp Áskelsdóttir

Leikstjórn
16 elskendur
Aðalbjörg Árnadóttir
Brynja Björnsdóttir
Davíð Freyr Þórunnarson
Eva Rún Snorradóttir
Friðgeir Einarsson
Gunnar Karel Másson
Hlynur Páll Pálsson
Karl Ágúst Þorbergsson
Saga Sigurðardóttir
Ylfa Ösp Áskelsdóttir

Leikarar í aðalhlutverkum
Davíð Freyr Þórunnarson
Friðgeir Einarsson
Hlynur Páll Pálsson
Karl Ágúst Þorbergsson

Leikkonur í aðalhlutverkum
Aðalbjörg Árnadóttir
Brynja Björnsdóttir
Ylfa Ösp Áskelsdóttir

Leikari í aukahlutverki
Vilhjálmur Bjarnason

Leikkona í aukahlutverki
Babel Schwartz
Kathrin Felzmann

Leikmynd
Brynja Björnsdóttir
og 16 elskendur

Búningar
16 elskendur

Lýsing
Frank Hannesson
Hlynur Páll Pálsson

Tónlist/Hljóðmynd
Gunnar Karel Másson
og 16 elskendur

Dansarar
Aðalbjörg Árnadóttir
Brynja Björnsdóttir
Davíð Freyr Þórunnarson
Eva Rún Snorradóttir
Friðgeir Einarsson
Gunnar Karel Másson
Hlynur Páll Pálsson
Karl Ágúst Þorbergsson
Saga Sigurðardóttir
Ylfa Ösp Áskelsdóttir

Danshöfundar
Helga Margrét Schram
Saga Sigurðardóttir

– – – – – –

16 elskendur er sviðslistahópur sem samanstendur af svindlurunum Aðalbjörgu Þóru Árnadóttur, Brynju Björnsdóttur, Davíð Frey Þórunnarsyni, Evu Rún Snorradóttur, Friðgeiri Einarsssyni, Gunnari Karel Mássyni, Hlyni Páli Pálssyni, Karli Ágústi Þorbergssyni, Sögu Sigurðardóttir og Ylfu Áskelsdóttur. Hópurinn hefur áður svindlað á fólki í gegnum ferðaskrifstofuna Íkea-Ferðir árið 2008 og með marklausri skriffinnsku í Orbis Terræ Ora á Listahátíð 2009.