Natural order is a special case

Heiti verks
Natural order is a special case

Lengd verks
30 mínútur

Tegund
Dansverk

Um verkið
Natural Order is a Special Case er dansverk, samið og dansað af Védísi Kjartansdóttur og Louis Combeaud. Verkið hefur verið sýnt við mjög góðar undirtektir víðvegar um Evrópu en það er sameiginlegt útskriftarverk þeirra beggja.
Þau Védís og Louis brautskráðust úr hinum virta dansskóla P.A.R.T.S. 24. júní síðastliðinn.

Í verkinu Natural Order is a Special Case notast þau eingöngu við líkama sína til að endurskapa og túlka tónlistarverk eftir Philip Glass, Pyotr Ilyich Tchaikovsky og Jean-Philippe Rameau frá mismunandi tímabilum. Með minnið að vopni munu þessir tveir samstilltu en jafnframt ósamstilltu hugar breyta formi upprunalegu verkanna og gefa innsýn í nýjan heim.
Heim sem endurspeglar ímyndunarafl dansaranna.

Verkið hefur verið sýnt í Belgíu, Hollandi, Portúgal, Tyrklandi, Þýskalandi og Íslandi.

Takk: Chrysa Parkinson, Salva Sanchis, Davis Freeman, Christophe Wavelet & Cynthia Loemij

Sviðssetning
Útskriftarverk beggja úr skólanum P.A.R.T.S. í Belgíu

Frumsýningardagur
12. maí, 2012

Frumsýningarstaður
Monty, Antwerpen. Belgíu.

Danshöfundur
Védís Kjartansdóttir & Louis Combeaud

Hljóðmynd
Philip Glass, Jean Philippe Rameau, Pyotr Ilyich Tchaikovsky

Lýsing
Joris De Bolle

Dansari/dansarar
Védís Kjartansdóttir
Louis Combeaud