Já elskan

Heiti verks
Já elskan

Lengd verks
55 mínútur

Tegund
Dansverk

Um verkið
Nýtt íslenskt dansverk.
Eftir Steinunni Ketilsdóttur

Hvað heldur fjölskyldum saman? Hvað sundrar þeim? Hvað er brotin fjölskylda? Hvernig aðlögum við okkur í samskiptum við ástvini – og hver eru þolmörk okkar?

Danshöfundurinn Steinunn Ketilsdóttir fetar nýjar slóðir og skapar nýtt dansverk sem ber nafnið Já
elskan. Steinunn, sem er þekkt fyrir persónuleg og tjáningarrík dansverk, kómísk en á sama tíma
kaldhæðin, tekst í þetta skiptið á við hugmyndir um fjölskylduna.

Í samvinnu við sjö leikara og dansara, tónskáldið Sólrúnu Sumarliðadóttur úr Amiinu, mynlistarkonuna Jóní Jónsdóttur úr Gjörningaklúbbnum og Ásgerði G. Gunnarsdóttur dramatúrg mun Steinunn rannsaka og varpa ljósi á hin margbreytilegu fjölskyldumynstur.

Í verkinu er tekist á við aðstæður sem allir hafa upplifað. Hvað er venjuleg fjölskylda? Hvað er á
yfirborðinu og hverju er sópað undir teppið?

Sviðssetning
Galdur Productions sf. í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Frumsýningardagur
28. desember, 2012

Frumsýningarstaður
Kassinn Þjóðleikhúsinu

Danshöfundur
Steinunn Ketilsdóttir

Tónskáld
Sólrún Sumarliðadóttir

Hljóðmynd
Sólrún Sumarliðadóttir

Lýsing
Garðar Borgþórsson

Búningahönnuður
Jóní Jónsdóttir

Leikmynd
Jóní Jónsdóttir

Dansari/dansarar
Aðalheiður Halldórsdóttir
Árni Pétur Guðjónsson
Berglind Pétursdóttir
Hannes Þór Egilsson
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Magnús Guðmundsson
Snædís Lilja Ingadóttir

Youtube/Vimeo video

TEASER 1

TEASER 2