Matthildur

Heiti verks
Matthildur

Lengd verks
Þrjár klukkustundir

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Stundum ég þarf að vera svolítið óþekk!

Matthildur er nýr söngleikur sem byggir á hinni rómuðu skáldsögu Roalds Dahl. Litla stúlkan Matthildur er óvenjulega gáfuð, tilfinninganæm og bókelsk og líklega þess vegna með sérlega ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru þó af öðru sauðahúsi, fáfróð og óhefluð, og skólastjórinn Karítas Mínherfa er hreinasta martröð. Matthildur lumar þó á ýmsum ráðum gegn heimsku fólksins og með styrk sínum og hugrekki tekst henni að vinna sér sess í veröldinni. Þetta er fræg saga um litla stúlku sem þróar með sér ofurkrafta í baráttunni við ranglæti heimsins.

Söngleikurinn var frumsýndur hjá Royal Shakespeare Company í Stratford-upon-Avon, fæðingarbæ Shakespeares árið 2010. Þaðan var hann fluttur á West End og Broadway og hefur víða slegið aðsóknarmet enda einstaklega glæsilegur söngleikur sem heillar unga sem aldna. Þá hefur Matthildur hlotið hátt í hundrað verðlaun af ýmsu tagi og þar af sextán verðlaun sem besti söngleikurinn. Handritshöfundur er leikskáldið Dennis Kelly sem hefur samið fjölda framúrskarandi leikrita, meðal annars Elsku barn sem Borgarleikhúsið sýndi árið 2011. Ástralinn Tim Minchin, höfundur tónlistarinnar, er einn fremsti söngleikjatónsmiður nú um stundir og hefur fengið fjölda verðlauna, nú síðast Olivier-verðlaunin fyrir söngleikinn Groundhog Day sem sýndur var í Old Vic í London og á Broadway í fyrra og hitteðfyrra.

Sviðssetning
Borgarleikhús – Leikfélag Reykjavíkur

Frumsýningardagur
15. mars, 2019

Frumsýningarstaður
Stóra svið

Leikskáld
Dennis Kelly/Roald Dahl

Leikstjóri
Bergur Þór Ingólfsson

Danshöfundur
Lee Proud

Tónskáld
Tim Minchin, Chris Nightingale

Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson, Þórður Gunnar Þorvaldsson

Lýsing
Þórður Orri Pétursson

Búningahönnuður
María Th. Ólafsdóttir

Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir

Leikarar
Arnar Dan Kristjánsson, Björgvin Franz Gíslason, Björn Stefánsson, Þorleifur Einarsson

Leikkonur
Ebba Katrín Finnsdóttir, Rakel Björk Björnsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir

Söngvari/söngvarar
Rakel Björk Björnsdóttir, Björgvin Franz Gíslason

Dansari/dansarar
Þorleifur Einarsson, Arnar Dan Kristjánsson, Viktoría Sigurðardóttir, Andrea Lapas, Arna Sif Gunnarsdóttir, Guðmunda Pálmadóttir, Steve Lorenz, Sölvi Viggóson Dýrfjörð

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is