Maríubjallan

Sviðssetning
Leikfélag Akureyrar

Sýningarstaður
Rýmið

Frumsýning
16. febrúar 2006

Tegund verks
Leiksýning

Dima er 19 ára. Hann býr í blokk við hliðina á kirkjugarðinum, þaðan sem hann stelur legsteinum og selur. Á morgun hefur hann herþjónustu en í kvöld heldur hann vinum sínum kveðjupartý. Þangað koma vinir hans Slavik og Arkasha auk stúlknanna Leru og Yulka. Á einu kvöldi fáum við magnaða innsýn í líf persónanna, kynnumst sorgum þeirra og þrám. Í ömurlegum aðstæðum er að finna allt litróf mannlegra tilfinninga og hver um sig hefur fundið sína leið til að lifa af.

Vassily Sigarev er talinn eitt fremsta leikskáld nýrrar kynslóðar í Evrópu og hefur hlotið fjölda verðlauna á síðastliðnum misserum. Jón Páll Eyjólfsson var tilnefndur til menningarverðlauna DV í fyrra fyrir leikstjórn og gagnrýnandi Morgunblaðsins útnefndi hann „mann ársins í íslensku leikhúsi”.

Höfundur

Vassily Sigarev

Leikstjóri
Jón Páll Eyjólfsson

Leikari í aðalhlutverki

Guðjón Davíð Karlsson

Leikkona í aðalhlutverki
Esther Talia Casey

Leikarar í aukahlutverki

Guðjón Þorsteinn Pálmarsson
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Þráinn Karlsson

Leikkona í aukahlutverki

Álfrún Örnólfsdóttir

Leikmynd

Halla Gunnarsdóttir

Búningar

Halla Gunnarsdóttir

Lýsing

Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist
Hallur Ingólfsson