Manntafl

Sviðssetning
Þíbilja

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið

Frumsýning
18. september 2005

Tegund verks
Einleikur

Um borð í farþegaskipi hefur verið efnt til fjölteflis milli hóps áhugamanna og nýkrýnds heimsmeistara í skák, Csentovic. Hópurinn er að tapa á niðurlægjandi hátt fyrir hrokafullum skákmeistaranum, þegar dularfullur maður blandar sér í leikinn og hjálpar þeim að ná jafntefli, en hverfur svo á ný. Hver er hann? Hvaðan kom hann? Er hægt að fá hann til að tefla aftur við heimsmeistarann? Og hugsanlega sigra?

Ævintýraleg hetjusaga manns, sem bjargaði lífi sínu í einangrunarfangelsi nasista með því að iðka skáklistina, íþrótt íþróttanna. Þannig hélt hann styrk sínum gegn fantalegum yfirheyrslum Gestapomanna, en var, fyrir bragðið, næstum búinn að missa vitið.

Getur hann teflt til sigurs gegn Csentovic?

Þessi fræga smásaga Stefan Zweig er tvímælalaust ein af bókmenntaperlum 20. aldarinnar og lætur engan ósnortinn. Hvernig bregst manneskjan við þegar hún er sett í fullkomna einangrun og svipt þeirri grundvallarþörf að eiga samneyti við aðra?

Höfundur
Þór Tulinius

Byggt á smásögu eftir
Stefan Zweig

Leikstjóri
Hilmir Snær Guðnason

Leikari í aðalhlutverki
Þór Tulinius

Leikmynd
Rebekka Rán Samper

Búningar
Rebekka Rán Samper

Lýsing
Kári Gíslason

Tónlist
Davíð Þór Jónsson