Love always, Debbie and Susan

Sviðssetning
Reykjavík Dance Festival
Steinunn and Brian

Sýningarstaður
Hafnarfjarðarleikhúsið

Frumsýning
4. september 2009

Tegund verks
Danssýning

„My friend Carol’s husband’s brother’s mother Charlotte. Now her daughter’s best friend Amy Sennett, she was sadly single until she was thirty two years old! Then one day, as all hope was lost, she randomly moved into an apartment with some man named Steve. Two weeks later they we sleeping together, three months later they were engaged, and now (two years later) she is happily married with a beautiful baby living in LA, Los Angeles, California!“

Sýnt á Reykjavík Dance Festival í september 2009 í Hafnarfjarðarleikhúsinu og á sýningunni Crazy Love Butter í Hafnarfjarðarleikhúsinu í Nóvember 2009

Danshöfundar
Brian Gerke
Steinunn Ketilsdóttir

Lýsing
Garðar Borgþórsson

Dansarar
Brian Gerke
Steinunn Ketilsdóttir

– – – – – –

Reykjavík Dance Festival hóf göngu sína árið 2002. Stofnendur eru þau Ástrós Gunnarsdóttir, Cameron Corbett, Jóhann Freyr Björgvinsson, Nadia Banine, Ólöf Ingólfsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Þessir sjálfstætt starfandi danslistamenn ákváðu að sameina krafta sína og skapa hátíðina sem vettvang fyrir ný íslensk dansverk.

Hátíðin í ár verður haldin dagana 3.-6. september í Hafnarfjarðarleikhúsinu þar sem frumsýnd verða sex ný íslensk dansverk. Að auki verður haldin dansganga þar sem dans mun birtast almenningi á hinum ýmsu stöðum í miðborg Reykjavíkur bæði innandyra og utan. Þá hafa skipuleggjendur erlendra danshátíða staðfest komu sína. Með komu þeirra opnast möguleiki á mikilvægum tengslanetum, erlendu samstarfi og útrás íslenskra dansverka.

Áherslur hátíðarinnar hafa verið mismunandi frá ári til árs en meginmarkmiðið hefur ávallt verið að færa danslistina nær hinum almenna borgara, auka sýnileika nútímadans í samfélaginu og kynna sjálfstætt starfandi danslistamenn á Íslandi.

Margir íslenskir dansarar og danshöfundar starfa erlendis m.a. vegna skorts á verkefnum og aðstöðu hérlendis.  Aukið framboð sýninga eykur atvinnutækifæri fyrir dansara á Íslandi.  Um leið og hátíðin leggur áherslu á innrás danslistarinnar á Íslandi er mikilvægt að huga að útrásinni.  Danslistin er dæmi um hágæða útflutningsvöru í stöðugri framþróun.  Í ár er ætlunin að fara að fordæmi hátíðarinnar 2007 og bjóða hingað skipuleggjendum erlendra danshátíða.  Dansinn er alþjóðleg listgrein og það er hlutverk okkar að efla og rækta tengslin við samstarfsaðila okkar erlendis.

Á undanförnum árum hefur verið mikil framþróun í danslistinni hérlendis.  Æ fleiri einstaklingar og hópar hafa sprottið fram og hafa skapað sér sess hérlendis sem og erlendis.  Möguleikarnir hafa einnig stóraukist með tilkomu dansbrautar innan Listaháskóla Íslands.  Nútímadanshátíð í Reykjavík er vettvangur sem skipar stóran sess í þessari framvindu og gefur danshöfundum tækifæri til að styrkjast, eflast og þroskast.

Nútímadanshátíðin er orðin mikilvægur hlekkur fyrir listformið og hefur skapað sér fastan sess í menningarlífi borgarinnar. Samfélagslegt gildi hátíðarinnar er ótvírætt þar sem almenningi gefst kostur á að kynnast nútímadansi og fjölbreytileika hans hverju sinni.