Lofthræddi örninn Örvar

Heiti verks
Lofthræddi örninn Övar

Tegund
Barnaleikhúsverk

Um verkið
– Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.-

Sýningar víða á landsbyggðinni.

Hann Örvar er örn sem er svo skelfilega óheppinn að vera lofthræddur. Samt þráir hann heitt að fljúga um loftin blá og með hjálp músarrindilsins vinar síns tekst honum að lokum að yfirvinna ótta sinn.

Einleikurinn Lofthræddi örninn Övar naut mikilla vinsælda þegar Þjóðleikhúsið sýndi hann fyrir tveimur áratugum í leikstjórn Peters Engkvists. Leikari í sýningunni var Björn Ingi Hilmarsson, en hann mun nú leikstýra nýrri uppfærslu á verkinu. Björn Ingi hefur um árabil starfað með Peter Engkvist í leikhúsi hans í Svíþjóð, Teater Pero.

Byggt á sögu Lars Klinting.

Leikritið verður frumsýnt í Vestmannaeyjum og sýnt víða um land, auk þess sem sýningar verða í Reykjavík.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
6. október, 2016

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kúlan

Leikstjóri
Björn Ingi Hilmarsson

Tónskáld
Oddur Júlíusson

Lýsing
Hermann Karl Björnsson

Búningahönnuður
Berglind Einarsdóttir

Leikarar
Oddur Júlíusson

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is