Litli prinsinn

Heiti verks
Litli prinsinn

Tegund
Barnaleikhúsverk

Um verkið
Maður sér ekki vel nema með hjartanu – það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.

Aldurshópur: 5 – 99 ára.

Litli prinsinn er eitt ástsælasta bókmenntaverk liðinnar aldar, en verkið kom fyrst út árið 1943 og hefur síðan þá farið sigurför um heiminn. Bókin er talin meðal sígildra verka og hefur verið gefin út á fjölmörgum tungumálum.

Litli prinsinn er ljóðræn og heim­spekileg saga sem talar í senn til barna og fullorðinna. Á yfirborðinu er verkið fallegt ævintýri en þegar dýpra er skyggnst er það fullt af dýrmætri visku.

Flugmaður nauðlendir í Sahara eyðimörkinni og rekst þar á lítinn dreng, prins frá öðrum hnetti, sem segir honum frá heimkynnum sínum úti í geimnum og ferðalagi sínu á milli hinna ýmsu hnatta himinhvolfsins og kynnum sínum af íbúum þeirra. Frásagnir þessa litla drengs varpa nýju og fersku ljósi á hegðun og hugsanagang fullorðna fólksins.

Falleg sýning á einstæðu verki um vináttuna og það sem skiptir máli í lífinu, fyrir áhorfendur á öllum aldri.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
12. apríl, 2014

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kúlan

Leikskáld
Antoine de Saint-Exupéry

Leikstjóri
Stefán Hallur Stefánsson

Tónskáld
Vala Gestsdóttir

Leikmynd
Högni Sigurþórsson

Leikarar
Snorri Engilbertsson

Leikkonur
Þórunn Arna Kristjánsdóttir