Lítill karl

Heiti verks
Lítill kall

Lengd verks
90 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson hefur nú um nokkurt skeið stundað rannsóknir á mannsheilanum og komist að niðurstöðu sem á eftir að marka tímamót: Við erum of löt til þess að hugsa! Friðgeir telur sér ekki vera stætt á öðru en að gera heiðarlega tilraun til þess að rjúfa þann vonda vítahring og hefur af því tilefni bókað fundarsal. Þar hyggst hann safna fólki saman og bjóða því upp á sannfærandi kynningu á nýrri aðferð sem hann hefur þróað og kýs að kalla: „Ég er meistari“. Að sjálfsögðu er Friðgeir meðvitaður um þá staðreynd að hann hefur gert mistök í fortíðinni, eftir að hafa kynnt til sögunnar svipaða hluti – með misjöfnum árangri. Hann hefur því vaðið fyrir neðan sig í þetta sinn – að því er virðist.

Sviðssetning
Kriðpleir leikhópur í samstarfi við Lókal

Frumsýningardagur
30. ágúst, 2013

Frumsýningarstaður
Aðalbygging Háskóla Íslands, stofa 220

Leikskáld
Friðgeir Einarsson

Leikstjóri
Friðgeir Einarsson

Hljóðmynd
Guðmundur Vignir Karlsson

Búningahönnuður
Ragnar Ísleifur Bragason

Leikmynd
Sigrún Hlín Sigurðardóttir

Leikarar
Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Jóhann Kristófer Stefánsson, Árni Vilhjálmsson, Arne MacPherson