Lísa og Lísa

Heiti verks
Lísa og Lísa

Lengd verks
70 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Þær Lísa og Lísa, leiknar af hinum ástsælu akureyrsku leikkonum Sunnu Borg og Sögu Geirdal Jónsdóttur, eru komnar á sjötugsaldurinn og hafa búið saman í þrjátíu ár – hálfvegis í felum. Fyrir atbeina ungs leikskálds hafa þær nú tekið ákvörðun um að koma út úr skápnum og segja sögu sína á leiksviði. Einlægt og meinfyndið leikrit. Nýtt írskt verðlaunaverk.

Sviðssetning
LA setur upp Lísu og Lísu í leikstjórn Jóns Gunnars í Rýminu. Móeiður Helgadóttir gerir leikmynd og búninga en óhætt er að segja að ekki hafi slík leikmynd sést í Rýminu áður. Leikið er í gryfju sem áhorfendur horfa ofan í, myndast þannig bæði nánd og innlokun sem talar til viðfangsefnis verksins.

Frumsýningardagur
14. febrúar, 2014

Frumsýningarstaður
Rýmið/Leikfélag Akureyrar

Leikskáld
Amy Conroy

Leikstjóri
Jón Gunnar

Hljóðmynd
Þóroddur Ingvarsson/Jón Gunnar/Amy Conroy

Lýsing
Þóroddur Ingvarsson

Búningahönnuður
Móeiður Helgadóttir

Leikmynd
Móeiður Helgadóttir

Leikkonur
Saga Geirdal Jónsdóttir og Sunna Borg

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikfelag.is