Listaverkið

Listaverkið

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
29. september 2011

Tegund verks
Leiksýning

„Prump… hvítt prump, það er orðið yfir það!“

Mörgum leikhúsunnendum er í fersku minni hin geysivinsæla sýning Þjóðleikhússins Listaverkið þar sem þrír af vinsælustu leikhúslistamönnum okkar, þeir Hilmir Snær, Ingvar og Baltasar Kormákur fóru á kostum. Á ný sameina þeir nú krafta sína á leiksviði undir leikstjórn Guðjóns Pedersens og snúa aftur í sömu hlutverkum.

Listaverkið er bráðfyndinn gamanleikur með heimspekilegum undirtóni um þrjá góða vini og alvarlega uppákomu í samskiptum þeirra. Húðsjúkdómalæknirinn Serge hefur keypt sér fokdýrt málverk sem sýnir ekkert annað en hvítan flöt. Við það getur vinur hans Mark bara alls ekki sætt sig og eru fyrir því ýmsar ástæður. Hvorum þeirra á þriðji vinurinn, Ivan, eiginlega að vera sammála? Fyrr en varir er fjandinn laus.

Listaverkið er eitt allravinsælasta leikrit síðustu áratuga. Verkið var frumflutt í París árið 1995 og hlaut þá hin eftirsóttu Molière-verðlaun. Síðan þá hefur það verið sýnt við miklar vinsældir víðsvegar um heiminn. Sýning verksins í London hlaut Laurence Oliver og Evening Standard verðlaunin og verkið hlaut Tony verðlaunin þegar það var sýnt í New York. Þjóðleikhúsið frumsýndi Listaverkið árið 1997 og sýndi við miklar vinsældir á Litla sviðinu og í Loftkastalanum.

Höfundur
Yasmina Reza

Þýðing
Pétur Gunnarsson

Leikstjórn
Guðjón Pedersen

Leikarar
Baltasar Kormákur
Hilmir Snær Guðnason
Ingvar E. Sigurðsson

Leikmynd
Guðjón Ketilsson

Búningahönnuður:
Guðjón Ketilsson og Leila Arge

Lýsing
Lárus Björnsson

Hljóðmynd:
Sigurvald Ívar Helgason