Lífið – stórskemmtilegt drullumall

Heiti verks
Lífið – stórskemmtilegt drullumall

Lengd verks
50 min

Tegund
Barnaleikhúsverk

Um verkið
Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna.

Leiksýning um vináttu, sköpunarkraft og hringrás lífsins þar sem unnið er með mold. Leikhúsið hefur þann dásamlega hæfileika að geta flogið með litlum heimspekingum út úr raunveruleikanum og inn í töfraheima þar sem allt getur gerst.

Sviðssetning
Leikhúsið 10 fingur, sem stendur að þessari sýningu, setti upp verðlaunasýninguna Skrímslið litla systir mín og hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnasýning ársins 2012. Það eru Charlotte Böving sem leikstýrir, Helga Arnalds hannar myndræna hlið verksins og leikarar eru Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Tónlist semur Margrét Kristín Blöndal.

Frumsýningardagur
18. október, 2014

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Leikskáld
Hópurinn

Leikstjóri
Charlotte Böving

Tónskáld
Margrét Kristín Blöndal

Hljóðmynd
Margrét Kristín Blöndal

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningahönnuður
Helga Arnalds og Satu

Leikmynd
Helga Arnalds

Leikarar
Sveinn Ólafur Gunnarsson

Leikkonur
Sólveig Guðmundsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.tiufingur.is