Lán til góðverka

Heiti verks
Lán til góðverka

Lengd verks
44:00

Tegund
Útvarpsverk

Um verkið
Sambýlisparið Klara og Karl hyggst reisa sólpall og fer í því skyni í banka til að sækja um nýja tegund af láni; ,,lán til góðra verka”. Bankinn hefur nýlega opnað pop – up útibú í bókasafni þar sem meðal annars er hægt að fá lánaðar bækur eftir höfuðskáldin Dante og Proust. Á móti þeim tekur Oddur, fulltrúi einstaklingsmiðaðrar fjármálaþjónustu, áhugamaður um orðsifjafræði, bókmenntir, ítölsk matarheiti og geitarækt, auk annars. Umsókn parsins um að ,,leigja peninga af bankanum” tekur óvæntan snúning þegar í ljós kemur að Hafsteinn, nágranni parsins er frændi Odds en Kjartan í skilanefndinni er hins vegar ekki skyldur Klöru.

Sviðssetning
Útvarpsleikhúsið – RÚV
í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík

Frumsýningardagur
2. nóvember, 2014

Frumsýningarstaður
Rás 1

Leikskáld
Auður Ava Ólafsdóttir

Leikstjóri
Kristín Eysteinsdóttir

Hljóðmynd
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

Leikarar
Víkingur Kristjánsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson.

Leikkonur
Ilmur Kristjánsdóttir.

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ruv.is/thaettir/utvarpsleikhus