Kartöflur

Heiti verks
Kartöflur

Lengd verks
1 klst

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Frá gullauga til froðusnakks
Kartaflan fjölgar sér með spírum í móðurlegg og er ófær um að tjá sig. Hún er stolt jarða sinna, hún er kölluð Keisari eða Blálandsdrottning, Premiere eða Eyvindur nú eða einfaldlega Helga, eftir ræktunarkonu sinni Helgu Gísladóttur frá Unnarsholtskoti í Hrunamannahreppi. Komin frá frönskum sjómönnum sem skildu eftir sig blátt kartöfluútsæði og brún augu austur á Berufirði. Fyrir norðan er hún rauð og harðger og vel fallin til suðu eða í salat. Sviðslistahópurinn CGFC leggur af stað í ferðalag með kartöfluna sem leiðarvísi í tilraunakenndu sviðsverki. Hvað gerist þegar hópurinn sendir óvæntan tölvupóst til Þykkvabæjar? Stuðluðu kartöflurnar í Bæjargili Akureyrar að sjálfstæði Íslands? Hvað er uppáhalds naslið þitt?

Sviðssetning
Borgarleikhús

Frumsýningardagur
24. október, 2019

Frumsýningarstaður
Þriðja hæðin

Leikskáld
Ýr Jóhannsdóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Halldór Eldjárn, Birnir Jón Sigurðsson og Arnar Geir Gústafsson

Tónskáld
Halldór Eldjárn

Leikarar
Birnir Jón Sigurðsson, Arnar Geir Gústafsson, Halldór Eldjárn

Leikkonur
Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Ýr Jóhannsdóttir,

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is/syningar/umbudalaust-kartoflur