Kartöfluæturnar

Heiti verks
Kartöfluæturnar

Lengd verks
Uþb 2 klst

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Ofurvenjuleg margbrotin íslensk fjölskylda
keppir í meðvirkni og stjórnsemi innanhúss.
Lísa er hjúkrunarfræðingur sem lifði af
fjölskylduharmleik og flúði land. Nú er hún
komin heim til að takast á við fortíðina, dóttur
sína og stjúpson – og innrétta æskuheimilið
alveg upp á nýtt.
Tyrfingur Tyrfingsson vakti fyrst athygli fyrir
skáldskap sinn með leikverkinu Grande
sem var lokaverkefni hans við Listaháskóla Íslands árið 2011. Tveimur árum síðar sýndi
Borgarleikhúsið einþáttung hans, Skúrinn á
sléttunni og árið 2014 var leikritið Bláskjár
frumsýnt þar í húsi í samstarfi við leikhópinn
Óskabörn ógæfunnar. Um skeið var Tyrfingur
hússkáld Borgarleikhússins og samdi þá
Auglýsingu ársins. Leikritin Bláskjár og
Auglýsing ársins komu út á bók í útgáfuröð
Borgarleikhússins.

Sviðssetning
Borgarleikhús

Frumsýningardagur
22. september, 2017

Frumsýningarstaður
Borgarleikhús Litla svið

Leikskáld
Tyrfingur Tyrfingsson

Leikstjóri
Ólafur Egill Egilsson

Tónskáld
katrína Mogensen

Hljóðmynd
Baldvin Magnússon

Lýsing
Kjartan Þórisson

Búningahönnuður
Brynja Björnsdóttir

Leikmynd
Brynja Björnsdóttir

Leikarar
Atli Rafn Sigurðarson
Gunnar Hrafn Kristjánsson

Leikkonur
Sigrún Edda Björnsdóttir
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Vala Kristín Eiríksdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is