Kafli 2: Og himinninn kristallast

Heiti verks
Kafli 2: Og himinninn kristallast

Lengd verks
70 mín

Tegund
Dansverk

Um verkið
Á menningarnótt Reykjavíkur 2013 frumsýndi Sigga Soffía í fyrsta skiptið dansverk fyrir flugelda þegar flugeldasýningin Eldar lýsti upp borgina á Menningarnótt. Það var upphafið að flugeldaþríleik hennar en árið á eftir fylgdi verkið Töfrar og á menningarnótt 2015 hófst síðasti hluti flugeldaþríleiks hennar með sýningunni Stjörnubrim og er Kafli 2: og himinninn kristallast unninn endursköpun á þeirri sýningu.
Af hverju elska allir flugelda? Þessi spurning leiddi höfundinn í heimspekilegar vangaveltur um eðli fegurðar og mælanleika hennar. Út frá kenningum um lögmál líkt og gullinsniðið og fibonacci talnarununa veltur hún fyrir sér spurningunum: Hvað er fegurð? Er fegurð í raun tilfinning? Er hún til án þjáningar? Af hverju heillumst við af því sem telst fagurt?
Í verkinu er unnið með eðli flugelda og þá mismunandi eiginleika sem hver og einn hefur. Flugeldum er skotið upp í himinninn, þeir springa út og blómstra, hrörna og hverfa. Eftir verður tilfinningin um að hafa upplifað eitthvað stórfenglegt – upplifað fegurð. Líkt og klassískur balletdansari sem helgar líf sitt listformi þar sem hann blómstrar í takmarkaðan tíma. Í sinni eilífu leit að hinni fullkomnu línu gefur dansarinn sig allan í það að veita áhorfendum upplifun á fegurð sem erfitt er að festa á filmu. Fegurð sem verður að upplifa frá fyrstu hendi líkt og með flugeldasýningar. Hreyfiefni verksins er unnið útfrá hreyfieiginleikum flugeldanna, risi og falli, skotplani flugeldasýningarinnar, lögun og tommustærð flugelda, ferlum þeirra, efnasamsetningum og hljóðum.
Við gerð síðustu þriggja flugeldasýninga á menningarnóttum Reykjavíkur var áhorfendum sýnt að sömu reglur gilda um uppbyggingu á dansverki og flugeldasýningu. Nú geta áhorfendur séð það með eigin augum þegar sama verkið, unnið út frá sömu formúlunum, verður flutt af dönsurum Íslenska dansflokksins með aðstoð stórfenglegra ljósa, glæsilegra búninga og sviðsflugelda.

Frumsýningardagur
5. nóvember, 2015

Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið

Danshöfundur
Sigriður Soffía Níelsdóttir

Hljóðmynd
Valdimar Jóhannsson og Baldvin Magnússon

Búningahönnuður
Hildur Yeoman

Leikmynd
Helgi Már Kristinsson

Dansari/dansarar
Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Ellen Margrét Bæhrenz/Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
& Þyri Huld Árnadóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.id.is