Jónsmessunótt

Heiti verks
Jónsmessunótt

Lengd verks
2 klst.

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma.

Jónsmessunótt er svört kómedía um íslenska fjölskyldu sem kemur saman í sumarbústaðnum til að fagna hálfrar aldar brúðkaupsafmæli foreldranna. Saga fjölskyldunnar endurspeglar það samfélag sem hún hefur lifað og hrærst í, en er ekki hægt að endursemja allar sögur? Það er að minnsta kosti skoðun ættföðurins. Í uppsiglingu eru harðvítug átök um völd og eignir en ekki síst um yfirráð yfir minningunum. Þótt nóttin sé björt leynist myrkrið víða.

Jónsmessunótt er þriðja leikrit Hávars Sigurjónssonar sem Þjóðleikhúsið sýnir. Þau fyrri eru Pabbastrákur (2003) og Grjótharðir (2005). Hafnarfjarðarleikhúsið sýndi leikrit hans Englabörn (2001) og Höllu og Kára (2008). Verk hans hafa einnig verið sviðsett í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Harpa Arnardóttir, leikari og leikstjóri, leikstýrir nú í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
10. október, 2012

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Leikskáld
Hávar Sigurjónsson

Leikstjóri
Harpa Arnardóttir

Tónskáld
Vala Gestsdóttir

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Búningahönnuður
Kristína R. Berman

Leikmynd
Finnur Arnar Arnarson

Leikarar
Arnar Jónsson
Þorsteinn Bachmann
Atli Rafn Sigurðarson

Leikkonur
Kristbjörg Kjeld
Edda Arnljótsdóttir
Maríanna Clara Lúthersdóttir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/