Himnaríki

Sviðssetning

Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör

Sýningarstaður
Hafnarfjarðarleikhúsið

Frumsýning
16. september 2005

Tegund verks
Leiksýning
Hlutirnir hafa tilhneigingu til að reddast! Haustið 2005 voru 10 ár frá frumsýningu Himnaríkis, fyrsta verki Hafnarfjarðarleikhússins Hermóðs og Háðvarar. Og hlutirnir redduðust þá heldur betur, eins og þeir hafa haft afgerandi tilhneigingu til allar götur síðan. 10 árum síðar var leikhúsið komið í nýtt og betra húsnæði og með nýjan samstarfssamning við Hafnarfjarðarbæ og menntamálaráðuneyti.
Af því tilefni var ráðist í að setja þetta sögufræga verk aftur upp, því þó það hafi verið sýnt 100 sinnum veturinn 1995-6 var sýningum hætt fyrir fullu húsi. Auk þess sem stór hópur fólks vill örugglega endurupplifa hlátursköstin úr gömlu bæjarútgerðinni.
Sigurganga Himnaríkis á sínum tíma var ekki einskorðuð við velgengnina í Hafnarfirði. Árni Ibsen höfundur verksins var tilnefndur til norrænu leikskáldaverðlaunanna. Hafnarfjaðarleikhúsinu var boðið á fjölmargar leiklistarhátíðir í Evrópu og sýndi leikhúsið verkið í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Himnaríki var þýtt á fjölmörg tungumál og hefur verið sett upp víða í Skandinavíu, Baltnesku löndunum, Rússlandi og Þýskalandi. Og er í dag örugglega eitt þeirra íslensku verka sem hvað víðast hafa verið sett upp.

Höfundur

Árni Ibsen

Leikstjóri

Hilmar Jónsson

Leikari í aðalhlutverki
Friðrik Friðriksson

Leikkona í aðalhlutverki

Þrúður Villhjálmsdóttir

Leikarar í aukahlutverki

Erling Jóhannesson
Jóhann G. Jóhannsson

Leikkonur í aukahlutverki

Elma Lísa Gunnarsdóttir
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir

Leikmynd

Finnur Arnar Arnarson

Búningar

Ásta Hafþórsdóttir

Lýsing

Garðar Borgþórsson