Halldór í Hollywood

Sviðssetning

Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
14. október 2005

Tegund verks
Leiksýning

Leikritið byggir á Ameríkuárum Halldórs Kiljans Laxness 1927 – 1929 þegar Halldór var ungur ofurhugi. Í Hollywood heillaðist hann af kvikmyndaiðnaðinum og ætlaði sér að slá í gegn sem handritshöfundur kvikmynda. En það var ekki auðvelt að sigra Hollywood þá frekar en nú og hræsnin í bandarísku samfélagi átti ekki upp á pallborðið hjá skáldinu. Hann varð fljótt gagnrýninn á efnalega mismunun og þjóðfélagslegt ranglæti.

Í leikriti Ólafs Hauks sjáum við hvernig dvöl Halldórs í Ameríku varð fyrst og fremst til þess að hann fann Ísland á ný og gerðist íslenskur rithöfundur. Við sögu koma ýmsir vinir og velgjörðarmenn Halldórs frá Ameríkuárunum, nokkrar af skærustu stjörnum Hollywood á þessum tíma eins og Charlie Chaplin og Greta Garbo og síðast en ekki síst allar konurnar í lífi hans.

Höfundur

Ólafur Haukur Símonarson

Leikstjóri

Ágústa Skúladóttir

Leikari í aðalhlutverki
Atli Rafn Sigurðarson

Leikarar í aukahlutverki
Baldur Trausti Hreinsson
Jóhann Sigurðarson
Kjartan Guðjónsson
Randver Þorláksson
Rúnar Freyr Gíslason

Leikkonur í aukahlutverki
Edda Björgvinsdóttir
Margrét Kaaber
María Pálsdóttir
Ragnheiður Steindórsdóttir
Selma Björnsdóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir
 

Leikmynd

Frosti Friðriksson

Búningar

Þórunn E. Sveinsdóttir

Lýsing
Páll Ragnarsson

Tónlist
Árni Heiðar Karlsson
Jóhann G. Jóhannsson

Söngvarar
Atli Rafn Sigurðarson
Selma Björnsdóttir