Hér og nú!

Sviðssetning
Sokkabandið

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Litla svið

Frumsýning
11. nóvember 2007

Tegund
Sviðsverk – Revía

HÉR & NÚ er nýr íslenskur nútímasöngleikur, einskonar nútíma revía. Verkið samanstendur af uppistandi, stuttum leikþáttum, eintölum, leikjum, dansnúmerum og frumsömdum og stórskemmtilegum sönglögum. Efniviðurinn er tekinn úr heimi glanstímarita eins og Séð & Heyrt, Hér & Nú og Vikunni sem og spjallþátta, bloggsíðna og annarra fjölmiðla sem hafa það að leiðarljósi að skemmta okkur íslendingum með dramatískum lífsreynslusögum og fréttum af fræga fólkinu.

Leikhópurinn skoðar heim þar sem miðlarnir eru orðnir eins og skriftarstólar fyrir fólk úr öllum stéttum samfélagsins og allar fréttir sagðar með sömu upphrópunarmerkjunum og í sama tón, hvort sem um er að ræða krabbamein, ástarsambönd eða súkkulaðigosbrunna. Með glans og glamúr, froðu og reyk, konfetti, nekt, brosi og tárum er þessi skemmtidagskrá í senn endalaus uppspretta gleðileikja og óvæntra uppákoma með frábærum vinningum og nýjum leynigesti á hverri sýningu, en einnig ögrandi samfélagsádeila sem þorir þegar aðrir þegja.

Höfundur
Leikhópurinn

Leikstjóri
Jón Páll Eyjólfsson

Söngþjálfun
Kristjana Stefánsdóttir  

Leikarar í aðalhlutverkum
Hjálmar Hjálmarsson
Stefán Hallur Stefánsson

Leikkonur í aðalhlutverkum
Arndís Hrönn Egilsdóttir
Elma Lísa Gunnarsdóttir
María Heba Þorkelsdóttir

Leikari í aukahlutverki
Hallur Ingólfsson 

Leikmynd
Kristján Björn Þórðarson

Búningar
Rannveig Kristjánsdóttir

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson
Kári Gíslason

Tónlist
Hallur Ingólfsson  

Söngvarar
Arndís Hrönn Egilsdóttir
Elma Lísa Gunnarsdóttir
Hjálmar Hjálmarsson
María Heba Þorkelsdóttir
Stefán Hallur Stefánsson 

Danshöfundur
Halla Ólafsdóttir

Dansarar
Arndís Hrönn Egilsdóttir

Elma Lísa Gunnarsdóttir
Hjálmar Hjálmarsson
María Heba Þorkelsdóttir
Stefán Hallur Stefánsson