Gýpugarnagaul

Gýpugarnagaul

Sviðssetning
Möguleikhúsið

Sýningarstaður
Gerðuberg

Frumsýning
3. apríl 2011

Tegund verks
Leiksýning ætluð börnum

Söngkona, sem ef til vill er líka álfkona, og tónlistarmaður, sem kannski er tröll, vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar til þeirra stormar glorhungruð furðupersóna í leit að risa með gullhár, ásamt vini sínum litla snjótittlingnum. Það má með sanni segja að hún setji rólyndislega tilveru þeirra á annan endann með hamaganginum í sér, en spurningin er hvort þeim tekst að hafa hemil á öllum gýpuganginum.

Gýpugarnagaul er sýning sem byggð er á gömlum íslenskum munnmælasögum og kveðskap. Við efnissöfnun var víða leitað fanga, í hljóðritasafni Árnastofnunar sem og í rituðum heimildum. Sögum sem lengi hafa lifað í munnlegri geymd er fléttað saman við vísur og kvæði svo úr verður eitt samfellt ævintýri kryddað söng og hljóðfæraleik. Inn á milli má einnig greina brot úr kveðskap skálda eins og Hallgríms Péturssonar og Jóhannesar úr Kötlum.

Hér segir frá Gýpu, sem er sífellt svöng og gleypir í sig allt sem á vegi hennar verður án þess að hugsa um afleiðingarnar. Við kynnumst líka Snæja snjótittlingi sem á ráð undir rifi hverju, en breytist í sólskríkju þegar sólin hækkar á lofti, heyrum af risanum ógurlega með gullhárin, prinsessunni Dettiklessu og fleiri furðum. Allt er þetta kryddað með vísum og kviðlingum, söng og leik meðan undir hljómar garnagaul Gýpu.

Moguleikhusi_3

Höfundar
Pétur Eggerz
Sigrún Valbergsdóttir

Leikstjóri
Sigrún Valbergsdóttir

Leikari í aðalhlutverki
Birgir Bragason

Leikkonur í aðalhlutverkum
Alda Arnardóttir
Þórunn Elín Pétursdóttir

Leikmynd
Messíana Tómasdóttir

Búningar
Messíana Tómasdóttir

Tónlist
Bára Grímsdóttir

Söngkona
Þórunn Elín Pétursdóttir

Bassaleikari
Birgir Bragason

Moguleikhusi_4