Gott fólk

Heiti verks
Gott fólk

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
– Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu –

„Ísland er ástarsamband; tveir spennuþrungnir flekar sem eru að gliðna í sundur. Í eilífum átökum, dansandi hægan en viðkvæman dans þar til spennustigið er ofhlaðið og úr verða sársaukafullir og óhjákvæmilegir skjálftar. Því þannig er ástin. Að lokum hristumst við í sundur, við verðum að tveimur eyjum. Þetta er alveg skýrt, er það ekki?“

Sölvi og Sara kynnast við ofbeldisfullar aðstæður og eiga í stuttu en ástríðufullu ástarsambandi. Nokkru síðar fær Sölvi bréf þar sem Sara sakar hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Sölvi þarf að játa á sig brot sem hann er þó ekki viss um að hafa framið. Af stað fer atburðarás þar sem engum sem hlut eiga að máli er hlíft, og lífi Sölva og Söru er umturnað.

Gott fólk er byggt á samnefndri skáldsögu Vals Grettissonar sem hlaut frábæra dóma þegar hún kom út á síðasta ári. Sagan varpar fram áleitnum spurningum: Er hægt að beita ofbeldi án þess að átta sig á því? Er hægt að vera dæmdur til refsingar án þess að vita hver refsingin er? Hver eru mörk hefndar og réttlætis?

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
6. janúar, 2017

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Leikskáld
Valur Grettisson, Símon Birgisson og Una Þorleifsdóttir

Leikstjóri
Una Þorleifsdóttir

Tónskáld
Gísli Galdur Þorgeirsson

Hljóðmynd
Kristinn Gauti Einarsson

Lýsing
Magnús Arnar Sigurðarson og Jóhann Friðrik Ágústsson

Búningahönnuður
Eva Signý Berger

Leikmynd
Eva Signý Berger

Leikarar
Stefán Hallur Stefánsson, Baltasar Breki Samper, Snorri Engilbertsson

Leikkonur
Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is