Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans

Heiti verks
Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans

Lengd verks
90 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans er gráthlægilegur gleðiharmleikur eftir Karl Ágúst Úlfsson, en verkið er byggt á skáldsögunni ástsælu og ævi höfundarins, Jaroslavs Haseks.

Við kynnumst hinum drykkfellda Jaroslav og konu hans Shuru sem reynir sitt besta til að halda bónda sínum að verki. Persónur sögunnar lifna við innan um gesti kráarinnar og sagan af Svejk sprettur fram og fléttast saman við fortíð Jaroslavs, en þar leynist eitt og annað sem ekki er sársaukalaust að draga fram í dagsljósið.

Góði dátinn Svejk gengur af stöku æðruleysi og jákvæðni í gegnum hildarleik fyrri heimsstyrjaldarinnar, staðráðinn í að berjast fyrir föðurland sitt og keisara þangað til hann verður tættur í sundur, eins og hann kemst sjálfur að orði. Yfirvöld hans, bæði andleg og veraldleg, horfa í forundran á þessa hreinu og saklausu sál sem ekkert fær haggað og velta því fyrir sér hvort Svejk sé fullkominn fábjáni eða afburða snillingur.

Sviðssetning
Gaflaraleikhúsið

Frumsýningardagur
10. apríl, 2016

Frumsýningarstaður
Gaflaraleikhúsið

Leikskáld
Karl Ágúst Úlfsson

Leikstjóri
Ágústa Skúladóttir

Tónskáld
Eivindur Karlsson

Hljóðmynd
Leikhópur

Lýsing
Hermann Björnsson

Búningahönnuður
Guðrún Öjahals

Leikmynd
Guðrún Öjahals

Leikarar
Hannes Óli Ágústsson
Karl Ágúst Úlfsson
Evindur Karlsson

Leikkonur
Þórunn Lárusdóttir

Söngvari/söngvarar
Leikhópur

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.gaflaraleikhusid.is