Gibbla

Gibbla

Sviðssetning
Darí Darí Dance Company

Sýningarstaður
Tjarnarbíó

Frumsýning
1. apríl 2011

Tegund verks
Danssýning

Gibbla er nýtt íslenskt dansverk og það fjórða í röðinni hjá Darí Darí. Verkið er afrakstur samstarfs sjö listamanna úr mismunandi greinum þar sem dans, tónlist og kvikmyndagerð fléttast saman og mynda eina samræmda heild. Innblástur verksins er sóttur í hinn goðsögulega arf, til Asks Yggdrasils og örlaganornanna þriggja, Urðar, Verðandi og Skuldar.

 

Danshöfundar

Guðrún Óskarsdóttir
Inga Maren Rúnarsdóttir
Katla Þórarinsdóttir

Dansarar
Guðrún Óskarsdóttir
Inga Maren Rúnarsdóttir
Katla Þórarinsdóttir

Leikmynd (Myndband)
Þóra Hilmarsdóttir

Búningar
Darí Darí Dance Company
Inga Maren Rúnarsdóttir
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Þóra Hilmarsdóttir

Lýsing
Arnar Ingvarsson

Tónlist/Hljóðmynd
Lydía Grétarsdóttir
Þorgrímur Andri Einarson

Dramatúrg
Hrafnhildur Einarsdóttir

– – – – – –

Darí Darí Dance Company er dansflokkur með aðsetur á Íslandi. Flokkurinn hefur verið starfræktur síðan haustið 2007. Dansflokkurinn er skipaður þremur dönsurum, Guðrúnu Óskarsdóttur, Ingu Maren Rúnarsdóttur og Kötlu Þórarinsdóttur.

Á þessum þremur árum sem dansflokkurinn hefur verið starfræktur hefur hann frumsamið og sýnt þrjú dansverk: „Hoppala“ 2008 í Norræna húsinu, „Gibbla Yggrdrasils“, sem verk í vinnslu, 2009 á 108 Prototype og „Marbara“ 2009 á Reykjavík Dance Festival. Öll þessi verk hafa líka verið sýnd á danshátíðum erlendis auk þess sem Darí Darí dance company vann í samvinnu við Danshöfundasmiðju Íslenska dansflokksins haustönn 2008 með skapandi danssmiðju í nokkrum grunnskólum borgarinnar.

Darí Darí Dc á Facebook

DDCC6DDCC5DDCC2_copyDDCC3_copyDDCC4_copy